Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 180
174
FRIÐRIK ÞÓRÐARSON
SKÍRNIR
ingu einkaheita; í fyrir ei er vafalaust tekið eftir latínumönnum,
eins og að ofan segir. Og Sveinbjörn skrifar Febus (4>oiPoc),
Öydípus fyrir OiSnTÓSric (11. 23,679), en einnig Edípus (Od.
11,271), en ekkert af þessu er nýgríska (í nýrra máli er fornt ol
borið fram sem í: Íðípoðís ). Og d er oft ellegar haft milli tveggja
sérhljóða (Arkadaland, II. 2,603, Arkadar, II. 2,611), og myndi þó
ð samrýmast betur bæði nýgrískum framburði og íslensku máli.
Líklega hefur Sveinbjörn brugðið á það ráð að hafa þ fyrir 0 til
þess að greina á milli tvenns konar raddlausra í-hljóða grískunn-
ar; var og ugglaust kunnugt um nýgrískan framburð.
Frá Mtiller er það reyndar að segja að eftir hann er fróðleg
grein í fyrsta árgangi Fjölnis (1835, bls. 32 o. áfr.), „Athugasemdir
um Islendinga, einkum í trúarefnum", og er þýdd úr Den nor-
diske Kirketidende fyrir árið 1833. Þar segir svo: „og þekking
hinna fornu mála er miklu algengari hjá Islendingum enn nokk-
urri annari þjóð“ (bls. 37). Eitthvað hefur sem sé lærdómurinn
sett ofan á þeim tíma sem liðinn er síðan Múller fór frá Islandi til
þess dags er Sigurður A. Magnússon samdi Skírnisgrein sína. Hitt
má þó vera að Múller geri hér eftir dæmi Herodóti og eigni út-
lendingum þá mannkosti sem hann þóttist fara á mis við hjá
samlöndum sínum.
Um afdrif „reuchlins-háttar“ þess sem Gröndal segir að
Múller hafi kennt þeim Bessastaðamönnum veit ég ekkert. Hann
virðist ekki hafa tíðkast í latínuskólanum meðan gríska var þar
við líði; ég sé hans t. d. engan stað í þýðingu þeirri á Anabasis
Xenófons sem kennarar skólans, þeir Halldór Kr. Friðriksson og
Gísli Magnússon, gerðu (Austurför Kýrosar, 1867). Og honum
hefur ekki verið beitt við Biflíuþýðingar, svo ég viti til.
í íslensku máli er auðvelt að greina á milli fráblásinna og ófrá-
blásinna vara- og tannhljóða gríska fornmálsins með því að hafa í
stað hinna fyrri önghljóðin/ og/. Öllu torveldara hefur reynst
að greina að gómhljóðin x og k. I skólaframburði mun vera vana-
legt að beita uppgómmæltum önghljóðsframburði á gríska X"ið
(svipað og borið er fram í orðunum sagt, reykt), og eru þau vís-
indi sótt til Dana eins og mörg önnur, „herraþjóðarinnar" sem
Sigurður kallar að lögboðnum sið. Aftur mun vera tíðkanlegt að
rita k eða -kk- fyrir hvorttveggja hljóðið k og x I fornum eigin-