Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 65
SKÍRNIR
FORNFRÆÐI EGILS SÖGU
59
að hafa fólgið fé (ÍF 1936, 352 og 361). Jafnvel konungar hlutu ó-
hróður af slíku athæfi: „Allir Gunnhildarsynir voru kallaðir sínk-
ir, og var það mælt að þeir fæli lausafé í jörðu“ (ÍF 1941, 200).23
Af Eiríki rauða á Grænlandi er merkileg frásögn sem hljóðar svo:
„Þann morgin er Eiríkur fór heiman tók hann kistil, og var þar í
gull og silfur; fal hann það fé og fór síðan leiðar sinnar“ (Eiríks
saga rauða 1985, 416).
haugaeldur
Egla minnist þess sérstaklega að fyrir neðan tún á Mosfelli séu
furðulega djúp fen og hafi margir það fyrir satt að Egill muni þar
hafa kastað fé sínu, en aðrir geti þó hins að það sé fólgið í þeim
stóru jarðholum sem verða fyrir sunnan ána, „því að þangað er
oftlega sénn haugaeldur“ (297-98). Svipaðra hugmynda gætir víð-
ar. A Fíáramarsey sér Grettir „eld mikinn gjósa upp“ á tilteknum
stað og segir að á sínu landi myndi talið „að þar brynni af fé,“
enda reynist þar vera haugur með bóndanum Kár og miklum
verðmætum (IF 1936, 57). I Þorskfirðinga sögu sést „hvar eldur
var, nær sem lýsti af tungli, og brá yfir bláum loga“ (IF 1991,
183). Vitaskuld reynist þetta vera haugaeldur.24
nábjargir
Aður en menn yrðu heygðir að fornu, þótti skylt að beita ýmsum
varúðum. Egla lýsir því nákvæmlega hvernig Egill fer með lík
föður síns; hann kemur aftan að því, „tók í herðar Skalla-Grími
og kneikti hann aftur á bak, lagði hann niður í setið og veitti hon-
um þá nábjargir" (174). Lætur hann næst brjóta gat á vegginn,
bera líkið þar út í gegnum og niður að sjó; að flóði morguninn
eftir er róið með líkið yfir að Digranesi og lagt í haug með hesti,
vopnum og smíðartólum. Aðfarir minna á meðferðina á Þórólfi
23 Orðalag er annað í Fagurskinnu (1984, 99). Um grafsilfur, haug Skalla-Gríms
og önnur skyld atriði hefur Matthías Þórðarson ritað merkilega grein: „Um
dauða Skalla-Gríms og hversu hann var heygður" (1928).
24 Sjá einnig Hervarar sögu (1924, 21) og ýmis önnur dæmi. 1 þjóðsögum úir og
grúir af sögnum af grafsilfri, haugaeldum og haugbrotum (sjá atriðaskrá í Þjóð-
sögum Jóns 1954-61, lykilorðin: dalakútur,fépúki,fólgiðfé, leiði, vafurlogi).