Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 145
SKÍRNIR
ARFLEIFÐ UPPLÝSINGARINNAR
139
lenzku upplýsingaröld. Voru mörg þeirra þýdd úr þýzku, og
gætir mjög í þessari útgáfu í Danmörku áhrifa Philantropen, eða
samkvæmt orðanna hljóðan mannvina, en svo var nefndur hópur
mennta- og uppeldisfrömuða í Þýzkalandi, sem lét alþýðufræðslu
mjög til sín taka. Mikið af því fræðsluefni, sem íslenzkir upplýs-
ingarmenn gáfu út, var þýtt úr dönsku eða þýzku eða staðfært.
Nefna má í þessu sambandi, að Magnús Stephensen þýddi og
staðfærði hluta af einu því rita af þessu tagi, sem mestri útbreiðslu
náðu í Þýzkalandi og Danmörku. Er hér um að ræða Noths- und,
Hilfsbiichlein eftir Þjóðverjann Rudolph Zacharias Becker, sem í
danskri þýðingu bar heitið Nod- og Hjœlpebog for Bondestanden
og dönsk stjórnvöld dreifðu meðal almennings í stóru upplagi. Sá
hluti ritsins, sem prentaður var í gerð Magnúsar og heitir Hjálp-
rœði í neyð, var raunar aldrei settur á markað.
Víða í ritum og stefnuskrám íslenzkra upplýsingarmanna
kemur fram, hve mikilvæga fyrir menningarstig alþýðu þeir töldu
útgáfu fræðslurita. Verða nú tekin nokkur mikilvæg dæmi um
þetta viðhorf. I lögum, svokölluðum samþykktum, Hins íslenzka
lærdómslistafélags, sem tólf íslenzkir stúdentar stofnuðu í Kaup-
mannahöfn árið 1779, segir, að félagið sé stofnað til lærdómsauka
og menntaframfara á íslandi. Er lögð áherzla á bústjórnarvísindi,
þ.e. efni, sem tengjast búskap, í því sambandi, en ýmis fræðasvið
eru þar tilgreind.4 I hinum fjórtán bindum Rita Lærdómslistafé-
lagsins, er út komu, auk eins, sem var hálfkarað, birtust svo fjöl-
margar fræðslugreinar um ýmis efni auk landbúnaðar, svo sem
sjávarútveg, náttúrufræði, heilbrigðismál og sagnfræði.
Markmið Hins íslenzka landsuppfræðingarfélags, sem stofnað
var árið 1794 og Magnús Stephensen átti frumkvæði að, koma og
skýrt fram í lögum eða samþykktum þess, en hann var höfundur
þeirra. Þar segir í 1. grein: „Félagsins áform og vidleitni skal vera,
ad auka og útbreida lærdóms- og bóklestra-lyst hiá ollum Stond-
um, leikum og lærdum á Islandi, og med útgáfu gódra, útvalinna
og gamansamra rita til upplýsíngar, fródleiks og skémtunar,
4 Ens Islendska Lœrdoms-Lista Felags Skraa, eptir Samkomulagi sett oc i Lioos
leidd i Kaupmannahefn. Kh. 1780, s. 2-6.