Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 158
152
INGI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
Sigurður segir á einum stað í grein sinni: „Ef nánar á að skýra
í hverju alþýðumentun Islendinga er fólgin og hvað gefur henni
gildi sitt, þá er skýringin í einu orði: sjálfmentun. Skólar okkar
bera í engu af skólum annara þjóða, nema síður sé. Það er við-
leitni alþýðunnar sjálfrar, hvað menn halda lengi áfram að menta
sig, sem veldur yfirburðum hennar."30 Hann segir einnig: „Sjálf-
mentunin stefnir að manngildi, þar sem skólamentunin vill gera
menn að steinum í vegg eða hjólum í vél.“31 Sigurður kveður
ástand sjálfsmenntunar í landinu ráðast af bókakosti þjóðarinnar,
og þjóðin hafi aldrei verið eins fátæk af bókum í samanburði við
þarfir sínar og nú. Bezta ráðið til að leysa þetta vandamál sé að
hefja skipulega útgáfu erlendra úrvalsrita, skáldsagna og fræði-
bóka, í íslenzkum þýðingum á vegum hins opinbera. Sigurður
talar um að koma á fót landsfyrirtæki, sérstakri stofnun, sem væri
miðstöð sjálfsmenntunarinnar, eins og skólarnir séu miðstöðvar
kennslunnar. Bækurnar ættu að vera ódýrar, svo að almenningur
hafi ráð á að kaupa þær og geti þannig komið sér upp góðum
heimilisbókasöfnum. Val fræðibókanna sé miklum vanda bundið.
„Annars léttir það völina,“ segir Sigurður, „ef mark bókanna
gleymist aldrei, ef orðið sjálfmentun er sífelt haft í huga. Báðir
hlutar þess eru þrungnir af leiðbeiningu. Bækurnar verða að vera
svo, að menn geti lesið þær sjálfir, af eigin hvöt og hjálparlaust.
Þær verða að vera svo skemtilegar aflestrar og auðskildar sem
efnið frekast leyfir. Þær mega ekki vera of stuttorðar, ekki líkjast
jarðatali eða markaskrám.“ Sigurður kveður hafa skort á það, að
sum fræðslurit, sem Islendingar höfðu gefið út, uppfylltu þessi
skilyrði.32
Grein Sigurðar virðist hafa vakið mikla athygli, og varð hún
tilefni blaðaskrifa, m.a. í Lögréttu árið 1919. Ekki voru allir á ná-
kvæmlega sama máli og hann um þessi efni. Þannig taldi Þorvald-
ur Thoroddsen, að þýðingar ættu ekki endilega að vera megin-
þáttur í bókaútgáfu, sem beindist að alþýðufræðslu. Það hefði
sýnt sig, að þýdd fræðslurit hefðu ekki alltaf reynzt aðgengileg
30 Sigurður Nordal: „Þýðingar." Skírnir, 93. ár. Rv. 1919, s. 45.
31 Sama ritgerð, s. 47.
32 Sama ritgerð, s. 48-57. Tilvitnun er sótt á s. 57.