Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 245
SKÍRNIR
STEINNINN OG STRÍÐSTERTAN
239
dæmi í bók Björns Ellertssonar. í orðabók Sveins Bergsveinssonar eru
þau 11. Islensk-þýsk orðabók gefur 52 notkunardæmi með sögninni
koma en hjá Sveini Bergsveinssyni eru dæmin 19. Meðal þeirra notkun-
ardæma sem er að finna í Islensk-þýskri orðabók eru: koma til greina,
þegar til kastanna kemur, það kom fyrir ekki, koma upp um e-n, það
kemur ekki til mála, hann kom hlaupandi,það er undir því komið.
I Islensk-þýskri orðabók eru með uppflettiorðinu til ao. gefin 50
notkunardæmi þar á meðal: vilja til, sko til, hingað til, færa eitthvað til,
það gerir ekkert til og það er kominn tími til. Með til fs. eru 20 notkunar-
dæmi s.s.: snúa sér til einhvers, til hœgri, til Reykjavíkur, til dæmis. í bók
Sveins Bergsveinssonar er til flokkað sem atviksorð og forsetning og 20
notkunardæmi um hvort tveggja.
Af þessu dæmum er ljóst að notkunardæmin í orðabók Björns Ell-
ertssonar eru bæði fjölbreytt og ítarleg.
Styrkur Islensk-þýskrar orðabókar felst fyrst og fremst í fjölda og
fjölbreytni þeirra notkunardæma sem í bókinni eru. Þar hefur höfund-
urinn mjög bætt við fjölritið sem út kom 1977 og tekur bók Sveins Berg-
sveinssonar fram.
Auðkenning, úrval og þýðingar orða
Ef íslenskt uppflettiorð er þýtt á þýsku með fleiri en einu skýringarorði
og merking þeirra er náskyld er það sýnt með kommu. Skýr merkingar-
munur er hins vegar afmarkaður með semikommu. Sums staðar má deila
um þá röð sem þýsku orðin birtast í. Dæmi eru um að algengustu merk-
ingarnar séu gefnar upp síðast. Dæmi: tígull kk. -uls,-lar: ‘Raute,
Rhombus, Parallelogramm, Karo’. Þegar merkingargreining er ekki gefin
er nauðsynlegt að fletta upp í þýsk-þýskri orðabók til þess að komast að
raun um hvaða orð notandinn skal velja sem þýðingu.
I Islensk-þýskri orðabók eru orð ekki auðkennd eftir notkun og ekki
er vísað til merkingarsviðs þeirra. Ekki er tekið fram hvort um talmál,
skáldamál, slanguryrði, eða orð af ákveðnu sérsviði er að ræða. Þetta er
ákvörðun höfundar og er hún vissulega umdeilanleg. Þegar uppflettiorð
af ákveðnu málsniði er þýtt með orði á sambærilegu málsniði á því máli
sem verið er að þýða orðið á má segja að slík ákvörðun sé eðlileg. Fyrir
notendur orðabóka er slík samsvörun mjög mikilvæg þegar orðin eru
ekki auðkennd frekar. Sögnin fatta er í Islensk-þýskri orðabók þýdd með
‘kapieren’, þ.e.a.s. með sögn sem samsvarar íslensku sögninni varðandi
blæbrigði og notkun. Nokkur misbrestur er á þessu hjá öðrum orðum í
bókinni. Uppflettiorðið boddý no. er til dæmis þýtt með ‘Karosserie’ á
þýsku, boss no. er þýtt með ‘BoE’. Boddý og boss eru slanguryrði á ís-
lensku, þýðingarnar Karosserie og Bofi eru aftur á móti ekki slanguryrði
á þýsku. Halló lo. er þýtt með ‘beschissen, fies’. Þessi orð hafa annað
merkingarsvið á þýsku en íslenska lýsingarorðið halló.