Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 58
52
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
deyfðar eggjar
Þorgeir þyrnifótur var „blótmaður mikill og fjölkunnugur“ (94);
þó fremur hann hvorki seið né galdur svo að getið sé. Hins vegar
vissi Atli sonur hans lengra en nef hans náði; honum var sú list
lagin að geta deyft eggjar; slíka forneskju námu menn af Óðni,
eins og áður var getið.15 Tveim aðferðum var einkum beitt í þessu
skyni, annaðhvort var blásið í eggjar til deyfingar, t.a.m. í Þorsk-
firðinga sögu: (IF 1991, 199), ella var látið nægja að horfa í þær,
gefa þeim illt augnaráð.16
I lýsingunni á einvígi þeirra Atla og Egils er deyfingar ekki
getið berum orðum: „Egill hjó til hans á öxlina, og beit ekki
sverðið; hann hjó annað og hið þriðja, og var honum þá hægt að
leita höggstaðar á Atla að hann hafði enga hlíf. Egill reiddi sverð-
ið af öllu afli, en ekki beit hvar sem hann hjó til“ (209). Hins veg-
ar kveður Egill vísu á eftir og lætur þess þar getið að blár Drag-
vandill beit ekki þegar brugðið var, „af því að eggjar deyfði / Atli
framm inn skammi."17
15 Snorri tekur skýrt fram í Ynglinga sögu að Óðinn gerði óvini sína blinda,
daufa eða óttafulla í orrustum, „en vopn þeirra bitu eigi heldur en vendir" (ÍF
1941, 17). Hann kann að hafa þegið þessa visku úr 148. vísu Hdvamála: „eggj-
ar ek deyfi / minna andskota, / bíta-t þeim vápn né velir“ (Eddukvœði 1949,
1:62). í 43. vísu Rígsþulu segir að Konur ungur kunni „eggjar deyfa“ (sama rit,
11:484), og Sigurdrífumál minnast í 27. vísu á bölvísar konur sem sitja brautu
nær, „þær er deyfa sverð ok sefa“ (sama rit, 11:314).
16 Neðanmáls skal skjóta að snöggri athugasemd um þá gullbúnu snaghyrnu sem
Eiríkur blóðöx sendi Skalla-Grími með Þórólfi. Vorið eftir tekur Skalla-
Grímur ryðgengið vopnið, sá í egg öxinni og fekk Þórólfi. Engin skýring er
gefin á þessu tiltæki Skalla-Gríms, en minnir það á hinn forna sið að deyfa
eggjar með augnaráði einu. Hindurvitni frá síðari öldum minna á tiltæki karls.
Á gamlárskveld, fardögum álfa, „átti að liggja á krossgötum og horfa í egg á
hárbeittri exi og mæla ekki orð“ (Þjóðsögur Jóns 1954-61, 111:6). Um meðferð
Skalla-Gríms á öxinni hef ég rætt á öðrum vettvangi (Hermann Pálsson 1982).
17 Egill bindur endi á ævi þessa andstæðings með svo kauðalegu móti að enginn
drengur gat lotið svo lágt. Garpur felldi Atla á bak aftur, greyfðist síðan niður
að honum „og beit í sundur í honum barkann" (210). Sömu aðferð nota ýmsir
gaurar í sögum. Sjá grein mína „Ættarmót með Eglu og öðrum skrám.“ (Her-
mann Pálsson 1994).