Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 71
SKÍRNIR
FORNFRÆÐI EGILS SÖGU
65
var fallið. Svipuð verða viðbrögð hans í Fenhring eftir að hann
hann hefur vegið þá Berg-Onund, Hadd og Fróða að næturlagi:
„Vér skulum nú snúa aftur til bæjarins og fara hermannlega,
drepa menn þá alla er vér náum en taka fé allt það er vér megum
með komast",29 enda lætur karl ekki standa við orðin tóm, heldur
drepa þeir fimmtán eða sextán menn. „Þeir ræntu þar fé öllu en
spilltu því er þeir máttu eigi með fara. Þeir ráku búfé til strandar
og hjuggu [...]“ (169-70). Egill var nú allreiður, segir sagan og rifj-
ar slíkt upp hamremmi þeirra feðga, eins og Sigurður Nordal
bendir raunar á. Lætin í Agli minna á Gísla sögu þegar garpur
hefur höggvið höfuðið af Skeggja og „þeir ræna þar öllu og fara
að öllu sem hermannlegast og taka lausafé það allt er þeir komast
með [...]“ (Membrana Regia 1960, 15). Meðan móðurinn er á
Agli mæta þeir karfa sem Rögnvaldur konungsson átti, en hann
var þá tíu eða ellefu vetra gamall, „hið fríðasta mannsefni". Þeir
Egill sigla á karfann, og hann skorar á menn sína að láta engan
sleppa. „Það var þá hægt, því að þar var þá engi vörn. Voru allir
þeir á kafi drepnir, en engi komst undan. Létust þeir þar þrettán,
Rögnvaldur og förunautar hans“ (170).
hasladur völlur
Fyrir orrustuna á Vínheiði fær Olafur Skotakonungur sendiboð
„að Aðalsteinn konungur vill hasla honum völl og bjóða orrustu-
stað á Vínheiði við Vínuskóga og hann vill að þeir herji eigi á land
hans, en sá þeirra ráði ríki á Englandi er sigur fær í orrustu, lagði
til viku stef um fund þeirra, en sá bíður annars viku er fyrr kem-
ur“ (131-32). Hér eru siðaðir höfðingjar sem hlíta ákveðnum
reglum um hernað; stund og staður orrustu eru vandlega valin;
konungar sætta sig fyrir fram við úrslit hennar. Skotakonungur er
svo vel að sér „að hann stöðvaði her sinn og herjaði ekki og beið
stefnudags“ (132). Hér eins og víðar þykir höfundi Eglu þörf á
stuttri fróðleiksgrein til skýringar:
29 Svo stendur í M, en hins er skylt að geta að í öðrum handritum er skýrt tekið
fram „að þeir Egill hafi aðeins drepið þá menn, sem vígir voru.“ (69, nmgr. 2).