Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 268
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS
„Kvöldsettcc
hinn fjölbreytilegi íormheimur landslagsins hefur um langan aldur
verið listamönnum óþrjótandi uppspretta innblásturs. Fyrstu íslensku
listamennirnir sungu landi sínu lof og prís með pentskúfnum; Ásgrímur
Jónsson túlkaði birtu og litbrigði hins víðfeðma landslags, Jón Stefáns-
son einfaldaði og færði í stíl hina hrjóstrugu ímynd landsins og í verkum
Kjarvals verður hið hrjúfa yfirborð hraunsins allt að því áþreifanlegt.
Fyrir þessa frumherja var landslagið forsenda málverksins. Á fimmta ára-
tugnum má í abstraktverkum Svavars Guðnasonar greina ný viðhorf. Þó
svo að verk hans oft á tíðum skírskoti til landslags lúta þau fyrst og
fremst lögmálum forms, lita og myndbyggingar. í verki Guðrúnar
Kristjánsdóttur „Kvöldsett" má greina hliðstæð viðhorf, formkröfur
myndbyggingarinnar eru það leiðandi afl sem mótar myndefnið.
Verk Guðrúnar Kristjánsdóttur (f. 1950) eiga sér tilvist á mörkum
hins hlutlæga og hins óhlutlæga. Hún málar ílangar myndir af landslagi
þar sem sjóndeildarhringurinn skiptir myndfletinum á afgerandi hátt,
form landslagsins er einfaldað og naumt, og litróf dempað; eða enn
óhlutlægari og óræðari verk sem þó oftar en ekki skírskota til formheims
náttúrunnar. Guðrún nam við Myndlistarskóla Reykjavíkur og síðan í
Fagurlistaskólanum í Aix-en-Provence, heimabæ hins mikla málara
Cézanne. Hún hefur frá 1983 tekið virkan þátt í íslensku myndlistarlífi,
haldið einkasýningar og átt hlut í samsýningum hér heima og erlendis.
í olíumálverki Guðrúnar „Kvöldsett" frá 1993 er að finna vísbend-
ingar um formhugsun hennar og afstöðu til myndefnisins. Verkið virkar
við fyrstu sýn einfalt í byggingu. Á myndflötinn eru afmörkuð fjögur
form eða litafletir sem hvergi skarast, áferð myndflatarins er slétt og
felld, litafletir að einum undanskildum eintóna. Þrátt fyrir fremur ljóð-
ræna formgerð verksins sver formbygging þess og ytri gerð sig í ætt við
hina geometrísku abstraktion eða strangflatarstíl sem á sjötta áratugnum
mátti sjá í verkum Valtýs Péturssonar, Þorvaldar Skúlasonar, Karls
Kvaran og fleiri íslenskra abstraktmálara. Við nánari skoðun víkur þó
flatarvirkni málverksins fyrir rýmistilfinningu, málverkið öðlast dýpt.
Við það skapast spenna á milli flatar og rýmis, milli hins óhlutlæga form-
heims abstraktmálverksins og ásjónu hins nauma landslagsmálverks. Við
þessi umskipti eða umskrift frá fleti yfir í rými verður skilgreiningin á
inntaki verksins skýrari, form sem eiga uppruna sinn í heimi landslagsins
koma í ljós.
„Kvöldsett" virkar á mörkum tveggja vídda og vísar í báðar í senn.
Sú formræna tilvísun í landslag sem verkið miðlar er knöpp, einföld og
skýr, staðfræðileg skilgreining á landinu er víðsfjarri. Stórir, einfaldir
litafletir gefa til kynna litróf náttúrunnar fremur en lýsa því. Hið