Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 156
150
INGI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
til eru, hér verðr nauðsynin þúsundföld á slíku ritsafni, og gagn-
semd þess ætti að geta orðið ómetanleg.“2<>
Utgáfa fræðsluefnis fyrir börn og unglinga, fyrir utan eigin-
legar kennslubækur, var vaxandi þáttur í útgáfu fræðslurita á þessu
skeiði. Er þar um að ræða mikilvæga hefð, sem nær til samtímans
frá upplýsingaröld, þegar út voru gefin rit á borð við Sumargjöf
handa börnum, sem Guðmundur Jónsson þýddi og staðfærði, og
Kvöldvökur Hannesar Finnssonar. Útgáfa kennslubóka af ýmsu
tagi fór og vaxandi. Er athyglisvert, að sumum ritum var í senn
ætlað að vera kennslubækur og lestrarbækur handa alþýðu. Kem-
ur þetta stundum fram í titlum bóka. Sem dæmi má nefna undir-
titil Islendingasögu Arnórs Sigurjónssonar: Yfirlit handa skólum
°g alþýðu.
Ymsir höfundar, sem áhrifamiklir voru í menningarlífi Islend-
inga á fyrstu áratugum 20. aldar, lögðu áherzlu á mikilvægi sjálfs-
menntunar og þar með á útgáfu fræðslurita. Svo sem kunnugt er,
vann Guðmundur Finnbogason mikið starf til undirbúnings
fræðslulaganna 1907, og bók hans, Lýbmenntun, frá árinu 1903
fjallar einkum um skipulagningu barnaskóla. En Guðmundur
áleit almenningsbókasöfn - lýðbókasöfn, sem hann nefndi svo, -
líka mjög mikilvægan þátt í menntun alþýðu og taldi, að þar
þyrftu að vera til hentug fræðslurit. Guðmundur segir: „Vegna
strjálbygðar, fátæktar og ýmissa annara örðugleika verðum vér að
nota bækurnar, eftir því sem frekast er unt, til að menta þjóð-
ina.“27 Og síðan:
Landsstjórnin ætti á allar lundir að gjöra mönnum sem auðveldast að
sækja gagn og yndi í bækur. Hún gæti t. d. hlutast um að samdar yrðu
sjálffræðslubækur í hinum ýmsu vísindagreinum, og ættu slíkar bækur
ekki einungis að bera kjarna þessara vísindagreina á borð fyrir almenning
í ljósum og málfögrum búningi, heldur og að gefa bendingar um hvernig
26 Sigfús Eymundsson: ,„,Sjálfsfræðarmn.““ Fjallkonan, 5. ár, 19. tbl. Rv. 1888
(30. júní), s. 76.
27 Guðmundur Finnbogason: Lýðmentun. Hugleiðingar og tillögur. Ak. 1903, s.
171.