Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 254
MÁR JÓNSSON
Til varnar kynhvötinni
Inga Huld Hákonardóttir
Fjarri hlýju hjónasœngur
Oðruvísi Islandssaga
Mál og menning 1992
1
um nokkurt skeið hafa sagnfræðingar kannað náin samskipti kynjanna í
aldanna rás af miklum dug, jafnt á Islandi sem öðrum Vesturlöndum.
Hér á landi hafa niðurstöður rannsókna einkum birst í tímaritum sem
fáir lesa og á sérfræðibókum sem ekki eru aðgengilegar öllum almenn-
ingi. Þekking hefur aukist hröðum skrefum og um leið þörfin á því að
taka saman þræði. Það hefur Inga Huld Hákonardóttir nú gert í bók sem
er handhæg og þægileg aflestrar. Við fyrstu sýn, þegar lesið er efnisyfirlit
og bókinni flett lauslega, mætti þó halda að framvinda og framsetning
væru sundurlausar og slitróttar. Heiti undirkafla eru svo sem sitt á hvað
og víða virðist vera tekið á sömu atriðum. Þegar betur er að gáð og bók-
in lesin frá orði til orðs reynist þessi grunur ekki vera á rökum reistur. I
grófum dráttum fylgir bókin tímaröð, þannig að fyrsti kafli er um mið-
aldir, og annar kafli um Stóradóm frá árinu 1564. Næstu fjórir kaflar eru
að mestu leyti um 17. og 18. öld, þegar Stóridómur var í hávegum hafður
meðal ráðamanna, en að því loknu er kafli um 19. öld, með því hnyttna
nafni „Dregur úr dauðarefsingum en andleg bæling eykst“. I hverjum
kafla fyrir sig er jafnframt sótt efni í önnur tímabil til samanburðar og
oftast nær komið víðar við en heiti kaflans eða kynning á honum gefa til
kynna, ávallt þó í því skyni að útskýra þróun og nýjungar. Ástalíf er
gjarnan sett í samhengi við yfirgripsmeiri hugtök eða heildir, svo sem
þróun búsetu (bls. 56 og 122), stöðu kvenna (140-41), löggæslu og réttar-
far (245), fátækt (260) eða hlutfall ógifts fólks (271). Einfaldanir koma
svo sem fyrir, til dæmis þegar talað er um „miðaldamenn“ sem lífsglöð
náttúrubörn (31 og 94), en ekki of oft. Lofsvert er hversu víða er farið;
að því ógleymdu að talsvert efni er sótt til Danmerkur, sem var það land
sem Islendingar höfðu mest samskipti við. Inga Huld leitar jafnvel til
okkar eigin tíma, oft þannig að almennir lesendur hljóta að eiga auðveld-
ara með að átta sig á því sem var og væntanlega því sem er á þessari
stundu; til dæmis þegar hún nefnir að mál vegna heitrofa hafi verið sótt
fyrir dómstólum hérlendis svo seint sem árið 1950 (108), eða þegar hún
Skírnir, 168. ár (vor 1994)