Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 148
142
INGI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
nokkrir barnaskólar höfðu verið stofnaðir í dreifbýli fyrir 1880,
auk þess sem starfsemi sérskóla var að hefjast, svo og námskeiða-
hald um valin efni í Reykjavík. Það er raunar athyglisvert, að
stefnubreyting sú í æðri menntun, sem varð samhliða flutningi
latínuskólans frá Bessastöðum til Reykjavíkur, hneig að nokkru
leyti í sömu átt og hugmyndir upplýsingarmanna. Stúdentar frá
Lærða skólanum í Reykjavík, sem síðar gengu í hinn nýstofnaða
prestaskóla og gerðust prestar, voru í raun miklu betur undir það
búnir að gerast alþýðufræðarar í anda upplýsingarmanna en
prestar af eldri kynslóðum. Leiðtogar Islendinga á þessu skeiði,
þ.á m. Jón Sigurðsson, töldu, að ekki væru forsendur fyrir því að
skipuleggja skólakerfi fyrir landið allt, bæði vegna kostnaðar og
samgönguörðugleika og hins, að heimafræðsla var í eðli sínu talin
heppilegt fræðsluform til sveita.12 Þegar saga alþýðufræðslu á ís-
landi á þremur fyrstu fjórðungum 19. aldar er skoðuð í víðara sam-
hengi, vekur athygli, hve litlar breytingar urðu, borið saman við
það, sem gerðist í Danmörku og reyndar víða í Vestur-Evrópu.
Akveðin þáttaskil urðu í Danmörku með setningu fræðslulög-
gjafar árið 1814, og í mörgum löndum var komið á reglubundnu
barnaskólahaldi, þar sem áherzla var m.a. lögð á skriftar- og
reikningskennslu, sem ekki var lögbundin á íslandi á þessu skeiði.
Þegar tillit er tekið til aðstæðna hérlendis á þessu tímabili, er
ekki að undra, þótt umræða um útgáfu fræðslurita héldist að
verulegu leyti í sama fari og verið hafði á upplýsingaröld. En
hvað framkvæmdir á þessu sviði snertir, gekk enginn leiðtogi ís-
lendinga í menningarefnum fram fyrir skjöldu til jafns við það,
sem Magnús Stephensen hafði gert áður.
Hér kemur útgáfusaga Hins íslenzka bókmenntafélags eink-
um til athugunar, bæði Kaupmannahafnardeildarinnar og Reykja-
víkurdeildarinnar.13 Félagið starfaði í tveimur deildum fram til
12 Sjá t.d. [Jón Sigurðsson]: „Um skóla á íslandi." Ný Félagsrit, 2. ár. Kh. 1842, s.
148-149.
13 Um sögu Hins íslenzka bókmenntafélags hefur m.a. verið fjallað í eftirtöldum
ritum: Hið íslenzka bókmentafélag. Stofnan félagsins og athafnir um fyrstu
fimmtíu árin 1816-1866. Kh. 1867. - Páll Eggert Ólason og Björn M. Ólsen: Hið
íslenska bókmenntafjelag 1816-1916. Minningarrit aldarafmxlisins ló. ágúst 1916.
Rv. 1916. — Sigurður Líndal: Hið íslenzka bókmenntafélag. Söguágrip. Rv. 1969.