Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 150
144
INGI SIGURÐSSON
SKlRNIR
Lærdómslistafélagsins í því sambandi.16 Er raunar athyglisvert,
hve mjög síðari kynslóðir litu á Félagsritin gömlu, eins og þau
voru kölluð, sem fyrirmynd, en nafn Nýrra Félagsrita var sótt til
þeirra. Merkilegt er það, sem greinir í álitsgerð nefndar, er skipuð
var til að gera tillögu um útgáfu hins nýja tímarits. Skyldleikinn
við útgáfumarkmið upplýsingarmanna er hér augljós:
Að því er stefnu og innihald ritsins snertir, álítum vjer, að það ætti að
vera yfir höfuð fræðandi fyrir alþýðu og þá 1) sögulegs efnis, einkum að
því, er snertir sögu Islands og þá sjerstaklega kúltúrsögu þess [...], 2) bú-
fræðilegs efnis, 3) náttúruvísindalegs efnis og 4) læknisfræðilegs efnis, ef
ritgerðirnar væru svo ljóst ritaðar, að alþýða gæti haft gagn að þeim, 5)
ævisögur merkra íslendinga, einkum dáinna, 6) uppgötvanir nýjar, 7)
bókafregnir; 8) kvæði frá fyrri tímum, er gætu gefið upplýsingar um hið
einkennilega í hugsunarhætti og hið mismunandi menntunarástand þjóð-
ar vorrar á ýmsum tímum, ættu og að prentast í því.17
Seint á þessu skeiði var Hið íslenzka þjóðvinafélag (stofnað
árið 1871) einnig farið að gefa út fræðslurit fyrir almenning, en
aldrei var birt nein stefnuyfirlýsing um þá útgáfu.18
Undir lok tímabilsins, árið 1874, kom út nokkurs konar al-
fræðirit á íslenzku. Það var Lestrarbók handa alþýðu á Islandi,
sem Þórarinn Böðvarsson tók saman og var að nokkru leyti
byggð á danskri fyrirmynd, eins og mörg önnur fræðslurit, sem
Islendingar settu saman, allt fram á 20. öld. Verkið var raunar að-
eins í einu bindi og þannig miklu smærra í sniðum en sú útgáfa af
þessu tagi, sem Tómas Sæmundsson dreymdi um og áður var get-
ið. Samt má segja, að þarna hafi ákveðnum útgáfuhugmyndum
upplýsingarmanna verið hrundið í framkvæmd, og þetta var
16 Páll Eggert Ólason og Björn M. Ólsen: Hið íslenska bókmenntafjelag 1816-
1916, s. 65. - Sjá einnig [Matthías Jochumsson]: [Ársfundur Reykjavíkur-
deildar bókmentafélagsins], s. 75.
17 Sjá Páll Eggert Ólason og Björn M. Ólsen: Hið íslenska bókmenntafjelag
1816-1916, s. 66.
18 Um sögu Hins íslenzka þjóðvinafélags hefur m.a. verið fjallað í eftirtöldum
ritum: Páll Eggert Ólason: Hið íslenzka þjóðvinafélag 1871 - 19. ágúst - 1921
Stutt yfirlit. Rv. 1921. - Bergsteinn Jónsson: „Hið íslenzka þjóðvinafélag. Síð-
ari 50 árin (1921-1971)“. Andvari, 96. ár (Nýr flokkur, 13. ár). Rv. 1971; s. 3-
35.