Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 130
124
TORFI H. TULINIUS
SKÍRNIR
ungi fyrir lát Þórólfs bróður síns (438-9). Þeir sitja hvor sínum
megin við eld og eru báðir með sverð við höndina. I Grímnismál-
um er sagt frá því þegar Geirröður konungur situr öðrum megin
við eld en hinum megin situr Oðinn, sem forðum hjálpaði Geir-
röði að losna við eldri bróður sinn til að verða konungur í hans
stað.24 Fall Þórólfs er afleiðing þess að Aðalsteinn setti Egil yfir
annað lið og því var hann ekki við hlið bróður síns til að verja
hann. Því eiga þessar tvær frásagnir sameiginlegt að önnur
persónan hefur misst bróður sinn en sú sem situr hinum megin
við eldinn ber ábyrgð á því. Einnig koma brugðin sverð við sögu,
því eins og Egill er Geirröður með sverðið brugðið til hálfs og
fellur um það og deyr.25 Þannig er leikið aftur á strengi bróður-
morðs í sögunni með því að vísa í goðakvæðið Grímnismál.
Þriðju og síðustu tengslin við heiðna texta sem nefnd verða
hér eru við Eddu Snorra. I Gylfaginningu segir frá Vála, einum
sona Loka Laufeyjarsonar. Vála er breytt í varg og hann rífur
bróður sinn á hol og eru iðrin notuð til að binda Loka í refsingar-
skyni fyrir að hafa blekkt Höð til að drepa Baldur.26 Annar Váli
sonur Óðins hefnir Baldurs og drepur Höð.27 Nafnið Váli kemur
fyrir í 78. kafla Egils sögu, en þar er sagt frá landnámsmanninum
Katli gufu. Þegar hér er komið sögu hefur Egill snúið heim úr
seinustu utanför sinni en ekki hefur verið enn sagt frá láti Böðv-
ars, sonar hans. Ketill gufa staðfestist í Þorskafirði, giftist Yri
dóttur Geirmundar heljarskinns og þau eignast son sem nefndur
24 Sjá Grímnismál í útgáfu Ólafs Briem: Eddukvœði, Skálholtsútgáfan, Reykja-
vík 1968, bls. 148-62.
25 Grímnismál er ekki eina forna bókmenntaverkið þar sem Óðinn er settur í
samband við bróðurbana. Svo er einnig um Hervarar sögu og Heiðreks. At-
hyglisvert er að þar koma einnig saman viðræður söguhetjunnar við þann sem
stendur á bak við bróðurmorðið og brugðið sverð. Um þetta sjá grein mína
„Hervarar saga og þróun erfðaréttar á þrettándu öld“, Tímarit Máls og menn-
ingar, 53/3 (1992) bls. 71-82.
26 Sjá Eddu, bls. 61.
27 Sjá Eddu, bls. 83.
28 I útgáfu þeirri sem hér er að mestu stuðst við stendur reyndar Vali, en í útgáfu
Finns Jónssonar á sögunni, sem er eina vísindalega útgáfan, stendur Váli og
verður hér farið eftir henni. Sjá: Egils saga Skalla-Grímssonar nebt die gröss-
eren Gedichten Egils, Halle 1894, bls. 254.