Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 246
240
ODDNÝ G. SVERRISDÓTTIR
SKÍRNIR
Orðabókahöfundar hafa löngum þótt íhaldssamir og hefur val orða í
orðabækur oft verið gagnrýnt af þeim sökum. Sú viðurkenning sem felst
í því að orð sé tekið með í orðabók þykir oft hafa hættu í för með sér ef
um er að ræða slanguryrði, slettur eða „vont mál“. Ekki trúi ég að höf-
undur Islensk-þýskrar orðabókar verði sakaður um íhaldssemi að þessu
leyti en tel að mörgum þyki of mörg orð sem einkenna talmál líðandi
stundar fá inni í orðabókinni. Dæmi: fílingur kk. -s: ‘Stimmung’, kom-
missar kk., -s, -ar: ‘Kommissar’, alki kk. -a, -ar: ‘Alkoholiker’, bömmer
kk.-s, -ar: ‘Depression, MiKerfolg, Skandal, Reinfall’ sjarmerandi lo.:
‘charmant, bezaubernd’, bæti hk. -s: ‘Byte’, mótíf hk.-s, -: ‘Motiv’ og
týpa kv. -u,-ur: ‘Charakter, Modell’.
Andstaða höfundar við íhaldssemi orðabókahöfunda sýnir sig í vali á
þessum orðum. Væntanlega er það einnig glettni hans sem þarna ræður
ríkjum.
Það vekur athygli að munur er á íslensku uppflettiorðunum og þýsk-
um þýðingum að því er varðar val á talmálsorðum. Þannig hefði verið
rökrétt að þýða nenna (ekki) ekki einungis með ‘(keine) Lust haben’
heldur nefna einnig ‘(keinen) Bock zu etwas haben’ og nenna ekki ‘Null-
bock haben’.
Á þýsku er til orðflokkur sem nefndur er Partikeln. í þessum orð-
flokki eru upphrópanir, samtengingar, forsetningar og atviksorð. Hér er
um að ræða orð eins og denn, doch, eigentlich, eben, ja, schon og
vielleicht.u Lítið hefur verið fjallað um íslenska samsvörun þessara orða
og við þýskukennslu hér á landi hafa þau jafnvel verið vanrækt. I lslensk-
þýskri orðabók koma þau á stöku stað fyrir í notkunardæmum. Fleiri
dæmi hefðu þó mátt vera um notkun orða úr þessum orðflokki hjá upp-
flettiorðum eins og sko, eiginlega, bara og aldeilis.
Séríslensk fyrirbæri koma fyrir í orðabókinni og er fengur að slíkum
þýðingum. Steinn er t.d. þýtt með ‘Stein’ og síðan ‘Gefángnis’ -
Gefángnis merkir ‘fangelsi’ - redda sem ‘beschaffen, hinkriegen’. Orðið
stríðsterta er þýtt sem ‘grofie Schichttorte mit Sahne und Obstkonser-
ven’ (= lagskipt terta með rjóma og niðursoðnum ávöxtum), þ.e.a.s. gefin
er skýring á íslenska uppflettiorðinu. Sjómannadagur er þýtt sem
‘Fischertag, Seemannstag, Fischerfest’ og sumardagurinn fyrsti ‘der erste
Sommertag’, svið ft. ‘gesengter Schafskopf’.
Á nokkrum stöðum kemur fyrir að vanti það orð sem oftast er notað
á þýsku. Dæmi: fitna er þýtt með „fett werden, dick werden“ en sögnina
zunehmen vantar. Endurvinna so. er einungis þýtt sem ‘úberarbeiten’
(ein Manuskript uberarbeiten) en merkingin ‘wiederverwenden, recyceln1
er ekki fyrir hendi, endurmenntun er þýtt með ‘Wiederholungslehrgang’
13 Sjá Gerhard Helbig: Lexikon deutscher Partikeln. Leipzig 1988, bls. 11.