Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 168
162
FRIÐRIK ÞÓRÐARSON
SKÍRNIR
slóð Grikkja lesið bækur fyrri manna með sínum framburði sem
samtíðarrit væru, bæði lærðir menn og leikir. Grískar fornbók-
menntir eru menningararfur Grikkja (og engra annarra), og þótt
þær séu ærið fjarkomnar flestum þeim mönnum sem nú eru uppi,
bæði að efni og orðfæri, þá eru þær allt fyrir það runnar af grísk-
um rótum, grísk ættarfylgja sem gengið hefur í erfðir lið eftir lið í
óslitnu samhengi allt til þessa dags, svo að bók hefur tekið við af
bók, höfundur af höfundi. Hitt er svo annað mál að á Grikk-
landi eins og annars staðar er menningararfurinn einatt að flækj-
ast fyrir endurnýjun hugsunar og þekkingar, enda er honum
ótæpilega beitt af þeim sem mest þykjast eiga undir því að forn
trú sé varðveitt umbreytingalaus.
II.
Gríska fornmálið greinir milli þriggja lokhljóðaflokka, allt eftir
myndunarstað í talfærunum: varamæltra, tannmæltra og (upp)-
gómmæltra lokhljóða. Sérkennilegt er fyrir grísku, sé hún borin
saman við nýrri mál í Evrópu, að þrenns konar lokhljóð eru í
hverjum þessara flokka: raddlaus fráblásin (áblásin), raddlaus
ófráblásin og rödduð ófráblásin. I jóniska stafrófinu sem Aþenu-
menn tóku upp í lok 5tu aldar f. Kr. b., og kennt er við Evkleides,
og hefur síðan verið vanalegt á grískum bókum, eru rödduðu
lokhljóðin rituð (3, 8, y. Má líkja framburði þeirra við latneskan
eða franskan framburð í orðum þar sem ritað er b, d, g: bibere,
dens, gloria; boire, dent, gloire. Ekki hefur verið tíðkanlegt í ís-
lenskum skólum, svo ég viti til, að líkja eftir rödduðum fram-
burði grískunnar, heldur látið við það sitja að bera þessi lokhljóð
fram sem íslensk b, d, g: bera, detta, gala. Raddlaus ófráblásin
lokhljóð eru rituð tt, t, k, og munu þau hafa verið borin fram
eitthvað í líking við íslensk p, t, k þar sem þau standa á eftir s-i:
spila, stela, skalli, eða eins og p, t, k (c) í latínu og frönsku: pello,
tango, calidus; pain, toi, compte. Ekki veit ég betur en siðvenja sé
á Islandi að bera þessi grísku hljóð fram sem íslenskp, t, k, sem sé
með fráblásnum framburði.
Fráblásin lokhljóð gríska fornmálsins, rituð cp, 0, x> voru bor-
in fram líkt og p, t, k í orðunum poki, tala, karl. Vanalegt mun