Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 27
SKÍRNIR
AÐ SYNGJA Á ÍSLENSKU
21
sem við heyrum útilokar minnst sautján aðrar.16 Línan verður að
sérstöku skiljanlegu orði í því tungumáli sem hefur verið mynd-
að, og reyndar er það hér sem við getum talað um „vísuorð" í
strangasta skilningi.17 Nú er svo komið að í stað hraða eða hryn-
þunga getum við hlustað eftir blæ vísuorðsins og skáldin fara að
vega atkvæðin af meiri nákvæmni í þennan ramma sem hefur
myndast. Við hlustum ekki aðeins eftir því hvort áherslurnar eru
til staðar heldur hvar þær og lengri atkvæðin eru.
Það er fyrst við þessi skilyrði, þegar vísuorðið verður fyrirsjá-
anlegra, að misgengi raddanna verður skynjanlegt sem tilbrigði
við blæ línunnar. Línurnar fá hver sinn svip, ekki af magninu
heldur af rytmísku inntaki. Sökum léttleika innihaldsins eru sum-
ar eins og stór merkingarskripla („Né það máttu“ (Hymiskviða,
4.1), „oft, ósjaldan;" (Völuspá, 21.9)), en margs konar merkingar-
skriplur eru tíðar innan línanna (t.d. „Þú skalt ásum / oft sumbl
gera“ (Hymiskviða 2.7-8) þar sem togstreita verður í seinni lín-
unni milli höfuðstafs á atviksorði, og nafnorðsins á eftir, sem
myndar seinna ris línunnar). Þótt skipan setninga sé jafnan ein-
föld geta þær stundum myndað áhugavert misgengi eins og í „Ef,
vinur, vélar/ við gerum til“ (Hymiskviða, 6) þar sem setninga-
steytan á „ef“ auk sundurliðunar fyrri línunnar gefa orðum Týs
óvænt leikrænt inntak, og slægðin sem í orðunum býr verður
ljóslifandi.
Eins og áður segir verða engar ályktanir um gildi formanna
dregnar af því hversu sterk skilgreining þeirra er. Skilgreiningin
er þó afdrifarík í vinnu skáldsins. Það er eins og eitthvert lögmál
um jafnvægi hins óvænta og hins þekkta valdi að því fyrirsjáan-
legri eða strangari sem ein rödd er því frekar leita hinar hins
óvænta eða margræða. Þegar bragskilgreining er veik, eða lítt fyr-
irsjáanleg, er það eðlilegt merkingarsviðinu að mynda sterkar
væntingar með röklegu samhengi, stíl, orðaforða og öðru því sem
16 Upplýsingamáttur boða hlýtur að aukast eftir því sem þau útiloka fleiri
möguleika. Möguleikarnir mega þó ekki vera fleiri en við getum numið því þá
hættum við að geta greint ein boð frá öðrum.
17 Þessi orðskýring hefur augljósan tilgang í þessari grein, en ber ekki að taka of
bókstaflega þar sem í íslensku þýðir „vísuorð" ekkert annað en braglína, lína í
kvæði.