Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 146
140
INGI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
ásamt naudsynlega uppfrædíngu í svo margsháttar vísindum, sem
almenníngi kann til nota ad koma, og Félagid megnar.“5 Lands-
uppfræðingarfélagið starfaði skamma hríð sem raunverulegt félag,
og mátti Magnús Stephensen heita einráður um bókaútgáfu á ís-
landi í heilan mannsaldur, þótt margar bækur, sem hann stóð að
útgáfu á, teldust vera á vegum félagsins. Hann víkur á mörgum
stöðum í ritum sínum að mikilvægi útgáfu fræðslurita. I æviágripi
framan við doktorsritgerð hans, sem gefin var út árið 1819, kem-
ur m.a. skýrt fram, að hann taldi framlag sitt til útgáfu fræðslurita
vera einn merkasta þáttinn í ævistarfi sínu.6 Bókaútgáfa Magnúsar
var að sumu leyti umdeild. En ýmis þeirra fræðslurita, sem hann
stóð að útgáfu á, annaðhvort í nafni Landsuppfræðingarfélagsins
eða á eigin vegum (og samdi sum hver sjálfur, einn eða með öðr-
um), öðluðust vinsældir. Má þar nefna Kvöldvökur Hannesar
Finnssonar, Margvíslegt gaman og alvöru (safnrit með blönduðu
efni) og tímaritið Klausturpóstinn, þar sem birtust greinar um
margvísleg efni.
Ahrifa upplýsingarinnar gætir í markmiðum Hins íslenzka
bókmenntafélags, sem stofnað var árið 1816, þótt því væri í upp-
hafi mörkuð talsvert önnur stefna en Lærdómslistafélaginu og
Landsuppfræðingarfélaginu. I stefnu Bókmenntafélagsins eru áhrif
rómantíkur og þjóðernishyggju þessa tíma einnig skýr. Því var
frá upphafi ætlað að sinna íslenzkum fræðum í víðum skilningi,7
og gerði það í raun. En fram kemur í lögum félagsins, að alþýðu-
fræðsla var einnig eitt af markmiðum þess. Þar segir, að félagið
skuli „ala önn fyrir, ad prentadar verdi bækur, er þarflegar virdast
fyrir almenníng“.8 Á fyrstu áratugunum, sem félagið starfaði,
voru og gefin út ýmis rit, sem alþýða sótti mikinn fróðleik í. Má
þar nefna Arbækur Jóns Espólíns, Almenna landaskipunarfræði
eftir Grím Jónsson, Gunnlaug Oddsson og Þórð Sveinbjörnsson,
5 Samþycktir hins Islendska Landsuppfrœdíngar Félags. Leirárgörðum 1796, s.
3.
6 Magnús Stephensen: Commentatio de legibus qvœ jus Islandicum hodiernum
efficiant, deqve emandationibus nonnullis, qvas ha leges desiderare videan-
tur ... Havniæ 1819, s. v.
7 Lög hins íslenzka Bókmenta-Félags. Kh. 1818, s. 4-6.
8 Sama rit, s. 4.