Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 86
80
JESSE L. BYOCK
SKÍRNIR
Myndi fólk gleyma legstað forföður sem var jafn mikils met-
inn og Egill? Það virðist ósennilegt. I fyrsta lagi er ólíklegt að
greftrun virts forföður í vígðri mold gleymdist þegar um er að
ræða svo stutta og samfellda búsetu. Tímabilið frá öndverðri ell-
eftu öld til miðrar tólftu aldar var tími tiltölulegs stöðugleika í Is-
landssögunni og allan þennan tíma var afkomendum Egils full-
kunnugt um legstað hans. Ennfremur var mikils metinn afkom-
andi, Skapti, viðstaddur uppgröftinn. Til þess að ákvarða tengsl
Skapta við Egil leitum við aftur til sjálfstæðra heimilda sem stað-
festa þau. Samkvæmt varðveittu broti úr Melabók, einu elsta og
öruggasta handriti Landnámabókar,'7 er ætterni Skapta rakið
aftur um sex kynslóðir til Egils: Skapti-Æsa-Helga-Geirlaug-
Skúli-Þorsteinn-Egill.18
Og það eru aðrar gildar ástæður fyrir því að minningin um líf
Egils gat varðveist svo lengi í munnlegri geymd. I fyrsta lagi voru
niðjar hans margir og í öðru lagi voru nokkrir þeirra skáld. Lítill
efi er á að kveðskapur Egils, fremur en önnur afrek, kom í veg
fyrir að ýmsir þættir úr lífi hans gleymdust. Ennfremur skulum
við gefa því gaum að lýsingin á greftrun Egils er ekki einstök og
jafnvel ekki sjaldgæf. Raunar var gróin hefð að láta greftranir ekki
falla í gleymsku. Fróðleik um greftrun annarra úr fyrirferðar-
miklum frændgarði Egils er að finna í nokkrum sögum. Eím
frænda hans, Björn Hítdælakappa, er sagt: „Frændur Bjarnar létu
gera eptir líki hans, ok var þat jarðat á VQllum at kirkju þeiri, er
hann hafði þar gera látit Tómasi postula“.19 Um sonardóttur
Egils, Helgu Þorsteinsdóttur, segir Gunnlaugs saga Ormstungu:
„Helga var til kirkju fœrð, en Þorkell [maður hennar] bjó þar
17 Landnámabók veitir oft nákvæmar upplýsingar um landnámsmenn og niðja
þeirra. Helsta útgáfan er Landnámabók, útg. Jakob Benediktsson, íslenzk
fornrit 1 (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 1968).
18 Islenzk fornrit 2, bls. lvii, eftir Melabókarbrotinu í Islendinga sögum I (Kaup-
mannahöfn: Nordiske oldskrift-selskab 1843), bls. 354-355.
19 Bjarnar saga hítdœlakappa í Borgfirðinga sögur, útg. Sigurður Nordal og
Guðni Jónsson, íslenzk fornrit 3 (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 1938),
bls. 206-207.