Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 64
58
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
hefur því verið treyst, eins og frásögn Ragnars sögu loðbrókar ber
með sér, að haugur mikils kappa gæti verið vörn við árás frá hafi.
grafsilfur
Að fornu var fé grafið í jörðu í tvenns konar skyni. I fyrsta lagi
kom það heim við Oðinstrú að með slíku móti eignuðust menn
innistæðu í öðru lífi, og á hinn bóginn áttu menn ekki kost á öllu
öruggari felustöðum fyrir silfur og dýrgripi. I Ynglinga sögu
vitnar Snorri til þeirra fyrirmæla Óðins „að alla dauða menn
skyldi brenna og bera á bál með þeim eign þeirra. Sagði hann svo
að með þvílíkum auðæfum skyldi hver koma til Valhallar sem
hann hafði á bál, þess skyldi hann og njóta er hann sjálfur hafði í
jörð grafið.“ (ÍF 1941, 20). Að slíkum sið er vikið í Vatnsdælu:
„Það var ríkra manna siður [...] að þeir lágu í hernaði og öfluðu
sér fjár og frama, og skyldi það fé eigi til arfs telja né sonur eftir
föður taka, heldur skyldi það fé í haug leggja hjá sjálfum höfð-
ingjum“ (IF 1939, 5). Sjá einnig Skáldskaparmál (Edda Snorra
1949, 172) og Heimskringlu (ÍF 1941, 24 og 51; ÍF 1945, 229-31).
I stað þess að fá Skalla-Grími í hendur þær sonarbætur sem
Aðalsteinn konungur sendi honum með Agli, en það var
„ógrynni fjár“, neitar Egill að afhenda silfrið. Skalla-Grímur
hefnir sín á syni sínum með því að grafa í jörðu á leyndum stað
„kistu vel mikla“ og „eirketil", sem munu sennilega hafa verið
full af silfri, svo að Egill naut hvorugs, enda lét hann ekkert fé í
haug Skalla-Gríms. Þegar örlagastund Egils sjálfs nálgaðist fal
hann enska silfrið í jörðu; ekki er þess getið að annað væri lagt í
haug með honum en vopn hans og klæði. Hvorugur þeirra feðga
fór þó snauður til Valhallar, enda höfðu þeir sjálfir grafið ærið fé í
moldu, jafnvel þótt hvorugum auðnaðist að falla í val.
Dæmin af þeim feðgum Skalla-Grími og Agli eru ekki einu
vitnin um þá trú að dauðir menn geti notið grafsilfurs í öðru lífi;
sjá frásagnir í Landnámahók (ÍF 1968, 154 [S115]; 362 [S358];
385-86 [S385]). Grágás telur refsivert athæfi að grafa fé í jörðu,22
enda brigslar niðji Egils höfðingja einum í Bandamanna sögu um
22 „Ef maður grefur fé sitt í jörðu, og varðar það fjörbaugsgarð" (Grágás 1852-
83,1:75).