Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 171
SKÍRNIR
GRÍSK ORÐ OG ÍSLENSK
165
Od. 1,246), Setus (Zrj9oc, karlmannsnafn, Od. 11,262; nb. í fyrir
9); þó Zelíuborg (ZéXeia, 11. 4,103), en einnig Selja (II. 2,824).
Sakarías, Sakeus, Sebedeus mun vera haft í Biflíuþýðingum
(Zaxapíac, ZaKxatoc, ZeþeðaLoc). Reyndar skiptir engu máli hvort
ritað er s eða z í íslensku máli, framburðurinn er hinn sami.
Þá er og sérhljóðakerfi grísks fornmáls mjög ólíkt því sem gerist í
íslensku máli nú á tímum, og þá einkanlega að því leyti að lengd
sérhljóðs er ekki undir því komin að það standi í áhersluatkvæði.
Munur langs atkvæðis og stutts er í bundnu máli ein undirstaða
bragfræðinnar. I jóniska stafrófinu, því sem Aþenumenn tóku
upp í lok 5tu aldar f. Kr. b., eru sérstakir bókstafir hafðir til þess
að greina að löng og stutt e- og o-hljóð: p, ei standa fyrir tvenns
konar löng e-hljóð, e fyrir stutt; o fyrir stutt o-hljóð, ca fyrir
langt; ou merkir líklega «-hljóð. Ellegar er ekki gerður munur á
stuttum sérhljóðum og löngum í stafsetningunni.
Ahersla í orði var og í fornmálinu mjög frábrugðin því sem Is-
lendingar eiga að venjast, og reyndar einnig seinni kynslóðir
Grikkja. Gríska var í fyrndinni tónamál, og svipaði að þessu leyti
nokkuð til sænskra og norskra mállýskna (og íslensks máls að
fornu?). I nýgrísku er aftur á móti eitt atkvæði í orði (eða
orðasambandi) borið fram með þunga („stress"), eins og í ís-
lensku; munurinn er sá einkanlega að í íslensku er áhersla á fyrsta
atkvæði orðs, en svo er ekki ávallt í grísku.
Sú umbylting hljóðdvalar og áherslu sem dundi á grísku máli
á ofanverðum fornöldum leiddi til þess að forn bragfræði fór öll
úr skorðum. A 4ðu öld er Gregoríus biskup frá Nazíanz farinn
að yrkja undir nýjum bragarháttum þar sem skiptast á
áhersluatkvæði og áherslulaus. Sé forn skáldskapur lesinn með
nýgrískum framburði, fer hljóðfallið forgörðum. Svo er reyndar
einnig þegar lesið er með evrópskum („erasmíönskum")
skólaframburði. Einhver brögð munu hafa verið að því sums
staðar í seinni tíð að háskólakennarar reyni að venja nemendur
sína á það að gera mun á löngum sérhljóðum og stuttum, en illa
mun þó ganga að halda því til streitu, einkum og sér í lagi þar sem
hljóðdvalarmunur er ekki táknaður í stafsetningu. Það er því
rangt að nýgrískur framburður eigi betur við forna kveðandi en