Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 164
158
INGI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
tungumálakunnátta alþýðu hefur leitt til þess, að æ fleiri hafa get-
að tileinkað sér fræðsluefni á erlendum tungumálum. Samt sem
áður hefur sú skoðun verið ofarlega á baugi, að útgáfa fræðslu-
rita, sem hentuðu almenningi og boðin væru á viðráðanlegu
verði, sé mikilvægur þáttur í alþýðumenntun. Nefna má í því
sambandi, að Gunnar skáld Gunnarsson sagði í nokkurs konar
inngangsorðum í fyrsta hefti Félagsbréfs Almenna bókafélagsins
árið 1955, þegar félagið var nýstofnað, að það hefði sett sér að
markmiði að gefa hverjum Islendingi, sem þiggja vildi, „kost á að
afla sér valinna bóka við sem vægustu verði, og jöfnum höndum
að fræða menn ekki aðeins um land og lýð, heldur og um lönd og
lýði veraldar, skáldskap þann, lifnaðarhætti og heimspeki, sem
einkennir mannkynið á líðandi stund eða hefur enzt því í vega-
nesti".46
A síðustu áratugum hafa íslenzkir bókaútgefendur gefið út
fjölda fræðslurita, frumsamin og þýdd. Falla sum þeirra innan rit-
raða af þessu tagi. Tvær tilraunir voru gerðar til að efna til meiri
háttar alfræðibókar á íslenzku á 20. öld, áður en draumur um
slíkt rit varð að veruleika árið 1990, þegar bókaforlagið Orn og
Örlygur gaf út Islensku alfrœðiorðabókina. En upp úr efni, sem
safnað var til fyrirhugaðrar alfræðibókar Menningarsjóðs, spratt
ritröðin Alfræði Menningarsjóðs, safn uppsláttarrita um ýmis
efnissvið. Með þeirri útgáfu má með nokkrum rétti segja, að
komizt hafi í framkvæmd hugmynd Tómasar Sæmundssonar,
sem áður var getið, um ritröð á íslenzku, þar sem hvert rit fjallaði
um tiltekið fræðasvið. Og útgáfa Lærdómsrita Bókmenntafélags-
ins, sem hafin var árið 1970 og þar sem út hafa komið þrjátíu rit
til þessa, þ. á m. ýmis alþýðleg fræðslurit, er myndarlegasta átak,
sem gert hefur verið í því að gefa út sérstakan flokk úrvalsrita í ís-
lenzkum þýðingum. Er það útgáfustarf mjög í anda manna af
fyrri kynslóðum, sem töldu útgáfu þýddra úrvalsrita mikilvægan
þátt í alþýðumenntun.
46 Gunnar Gunnarsson: „Lagt upp í langferð." Félagsbréf, 1. ár, 1. hefti. Rv.
1955, s. 3.