Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 66
60
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
bægifót dauðum (ÍF 1935, 92). Sá var þó munur á að Bægifótur
gekk aftur, en Skalla-Grímur lá ávallt kyrr í haugi.
VII. Hamremmi
berserkir
I Hafursfirði segir Egla að „berserkir konungs tólf voru í söx-
um“; þegar orrustu lýkur var enginn „ósár á konungsskipinu fyr-
ir framan siglu nema þeir er eigi bitu járn, en það voru berserkir“
(23). Eins og allar aðrar frásagnir í óbundnu máli af þessari orr-
ustu (þ.e.a.s. Heimskringla, Fagurskinna, Þáttur Haralds hár-
fagra, Vatnsdæla, Grettla) þá á frásögn Eglu rætur að rekja til
Haraldskvæðis Þorbjarnar hornklofa.
Víðar en í Eglu eru tólf berserkir í þjónustu konunga, og jafn-
an bíta þá ekki járn, þar á meðal í Skáldskaparmálum Snorra
(.Edda Snorra 1949, 170), Hrólfs sögu kraka, (Fornaldar sögur
1950,1:29), Gautreks sögu (sama rit, IV:33) og Hrólfs sögu Gaut-
rekssonar (sama rit, IV:106). I þeirri síðastnefndu, líkt og í Her-
varar sögu (1924, 4), bregður fyrir tólf manna hópi berserkja sem
lúta engum.
hamremmi
Eftirfarandi glefsa um hamremmi úr Eglu er almenns eðlis (sí-
gild):
Svo er sagt að þeim mönnum væri farið er hamrammir eru, eða þeim er
berserksgangur var á, að meðan það var framið þá voru þeir svo sterkir
að ekki hélst við þeim, en fyrst er af var gengið þá voru þeir ómáttkari en
að vanda. (70)
I kjölfar hennar kemur sérgild setning sem lýsir Kveld-Ulfi og er
býsna merkur þáttur í mannlýsingu hans í heild: „Kveld-Ulfur
var og svo að þá er af honum gekk hamremmin, þá kenndi hann
mæði af sókn þeirri er hann hafði veitt og var hann þá af öllu
saman ómáttugur svo að hann lagðist í rekkju“ (70).
Um Kveld-Ulf var þess fyrr getið að hann gekk að eiga dóttur
Berðlu-Kára víkings og berserks; slíkt sérkenni minnir á Kveld-
Ulf sjálfan sem var þó að vísu mikill búsýslumaður. „En dag