Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 248
242
ODDNÝ G. SVERRISDÓTTIR
SKÍRNIR
orðabók þýskum þýðingum fugla- og plöntuheita s.s. straumönd, hús-
önd, toppgoði, toppskarfur, toppönd, maríustakkur, fjalldrapi, eyrarrós,
svo nokkur dæmi séu nefnd.
Nöfn íslensku stjórnmálaflokkana eru þýdd yfir á þýsku, orð sem
lýsa íslenskum stofnunum eins og hagstofa, útlendingaeftirlit, landhelg-
isgæsla. Sá listi er þó engan veginn tæmandi, t.d. vantar uppflettiorðið
náttúruverndarráð.
Hugtök úr bókmenntum eins og t.d. laxneskur er skýrt á þýsku.
Mörg landa- og þjóðarheiti er að finna í bókinni. Varðandi þjóðarheiti
er fyrst gefin kvenkynsmynd þess en síðan karlkynsmyndin. Dæmi:
Portúgali ‘Portugiesin, Portugiese’, Þjóðverji ‘Deutsche, Deutscher’ og
Islendingur ‘Islánderin, Islánder’.
Þýskum notendum veitir bókin ýmsar málfræðiupplýsingar um ís-
lensku uppflettiorðin og beygðar orðmyndir koma fyrir sem uppfletti-
orð með tilvísun til stofnmyndarinnar. A þetta hefur þegar verið minnst
varðandi sagnir og nafnorð en þetta á einnig við um aðra orðflokka þar
sem hljóðbreytingar geta komið fyrir sbr. hest —> vel.
Það kann að gera bókina erfiðari í notkun að skammstafanir mál-
fræðiheita eru bæði á íslensku og þýsku. Töluverð málfræðikunnátta í ís-
lensku og þýsku eru einnig forsenda þess að orðabókin komi að fullum
notum. Slíkar kröfur gera orðabókahöfundar til notenda verka sinna.
Að lokum
íslensk-þýsk orðahók er mjög efnismikil. Hún getur veitt notendum sín-
um margvíslegar upplýsingar varðandi þýðingar íslenskra orða á þýsku
og málfræðilegar upplýsingar um bæði íslensku og þýsku. Hún er án efa
kærkomin fyrir þann stóra hóp norrænufræðinga sem stunda fræðistörf
á meginlandi Evrópu.
Bókin er eðlilega ekki án annmarka eins og þegar hefur verið bent á.
íslensk-þýsk orðabók er afrakstur frístundavinnu Björns Ellertssonar og
ber þess eðlilega keim á stöku stað að hún er unnin af einum manni.
Markmið höfundar var trúlega að semja orðabók sem aðstoðað gæti
nemendur og aðra þar til stærri orðabók kæmi út. Vissulega hefðu not-
endur fagnað því mjög ef upplýsingar um skiptingu milli lína, áherslu,
framburð einstakra orða og ekki síst nákvæma merkingargreiningu væri
að finna í bókinni. Um þessi atriði er til fjöldi þýsk-þýskra uppflettirita
sem eru notendum nauðsynleg eftir sem áður. Leitin að þýðingu ís-
lenskra orða á þýsku hefur hingað til oft farið fram með aðstoð íslensk-
enskra og síðan ensk-þýskra orðabóka. Með því að kynna sér vel fram-
setningu efnisins í Islensk-þýskri orðabók og nota þýsk-þýskar orðabæk-
ur er það trú mín að leitin að rétta orðinu taki nú skemmri tíma en oftast
áður. Væntanlega mun það hafa vakað fyrir Birni Ellertssyni við samn-
ingu verksins og hvatt hann til að ljúka því á síðasta æviári sínu.