Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 84
78
JESSE L. BYOCK
SKÍRNIR
sögu og fjölda beina. Skapti var þvert á móti viðstaddur flutning
jarðneskra leifa fremsta manns ættarinnar er hvíldu við litla
sveitakirkju sem aðeins hafði verið notuð af fáum kynslóðum
áður en hún var flutt.
Við andlát sitt bjó Egill, samkvæmt sögunni, hjá Þórdísi bróð-
urdóttur sinni og Grími manni hennar.9 Island var enn heiðið og
því var Egill upphaflega lagður í haug í sjónmáli frá bænum.10 Eft-
ir að íslendingar snerust til kristni árið 1000 var Grímr, eins og
margir aðrir jarðeigendur, skírður og byggði kirkju á jörð sinni."
Þórdís, sem þá lét „flytja Egil til kirkju“,12 hafði margar ástæður
til þess að óska eftir virðulegri endurgreftrun beina hans. Þórdís
var kjördóttir hans og jafnframt bróðurdóttir og Egill hafði alið
9 Grímr Svertingsson er greinilega söguleg persóna. Hann var lögsögumaður frí
1002 til 1003 og samkvæmt íslendingabók var hann móðurbróðir Skapta Þór-
oddssonar lögsögumanns (d. 1030). Þegar haft er í huga að nafnið Skapti var
sjaldgæft á fyrstu öldum íslandsbyggðar er freistandi að álíta að Skapti Þórar-
insson hafi verið afkomandi Skapta Þóroddssonar. (Islendingabók, útg. Jakob
Benediktsson, Islenzk fornrit 1 [Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 1968]
bls. 19.)
10 Haugstaðurinn, Tjaldanes, er á breiðanum niður undan Hrísbrú í u.þ.b. 900
metra fjarlægð frá bænum.
11 Á elleftu öld varð einkaeign kirkna ásamt fjárforráðum, sem gengu til afkom-
enda með erfðum, óaðskiljanlegur þáttur íslensks trúarlífs. (Magnús Stefáns-
son, „Kirkjuvald eflist", einkum kaflinn, „Islenzka einkakirkjan“, í Saga Is-
lands II, ritstj. Sigurður Líndal [Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag,
Sögufélagið 1974], bls. 72-81; Inge Skovgaard-Petersen, „Islandsk egnekirke-
væsen“, Scandia 26 [1960]: 230-296.) Fyrirkomulagið á íslandi samsvarar því
sem tíðkaðist í Noregi um hríð eftir trúskiptin. Þar var slík eign kölluð
hœgendis-kirkja. Þetta íslenska/norska fyrirkomulag er að mörgu leyti líkt því
sem Ulrich Stutz kallar Eigenkirche, einkaeign kirkna í germönskum löndum.
(Geschichte des kirchlichen Benefizialwesens von seinen Anfangen bis auf die
Zeit Alexanders III [1895; endurpr. Aalen: Scientia 1961].)
12 Leifar þessarar fyrstu kirkju og lítils grafreits hennar (11-12 faðma) voru enn
greinanlegar á miðri nítjándu öld þegar staðnum (sem og kirkjunni að Mos-
felli og Tjaldanesi) var lýst nákvæmlega af staðarprestinum, Magnúsi Gríms-
syni. Tóftir kirkjunnar að Hrísbrú voru á tíma Magnúsar (eins og þær eru enn
í dag) kallaðar Kirkjuhóll (Magnús Grímsson, „Athugasemdir við Egils sögu
Skallagrímssonar", í Safn til sögu Islands og íslenzkra bókmenta að fornu og
nýju II [Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafélag 1886], bls. 255-256).
Sjá einnig P. E. Kristian Kálund, Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse
af Island, I. bindi, Syd og Vest-Fjœrdingerne (Kaupmannahöfn: Kommissi-
onen for det Arnamagnæanske Legat 1877), bls. 48-51.