Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 160
154
INGI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
íslenzk tunga myndi á hálfri öld ná fullum þroska sem alhæft nútíðar-
menningarmál.36
Árið 1928 var lagt fram og samþykkt á Alþingi stjórnarfrum-
varp um stofnun Menningarsjóðs,37 runnið frá Jónasi Jónssyni frá
Hriflu. Sjóðurinn skyldi vera undir stjórn Menntamálaráðs, sem
stofnað var sama ár. Þriðjungi tekna hans átti að verja til að gefa
út góðar alþýðlegar fræðibækur og úrvals skáldrit, frumsamin eða
þýdd. I greinargerð, sem Jónas hefur vafalaust samið, segir: „Um
bókaútgáfuna er það að segja, að fámenni þjóðarinnar og einangr-
un landsins veldur því, að þjóðin lifir við sífelt bókahungur, a. m. k.
að því er snertir góðar bækur. Ef fje væri til útgáfu, eiga Islend-
ingar kost á óþrjótandi auðæfum, þar sem eru úrvalsrit heimsins,
bæði fræðibækur og skáldrit, sem eins og nú hagar til eru og
verða framandi öllum þorra manna.“38 Síðar í greinargerðinni seg-
ir svo: „Alþýðumentunin er undirstaða alls andlegs lífs í landinu
og sjálfstæðis þjóðarinnar."39 Þá er það merkilegt, að í stjórnar-
frumvarpi um héraðsskóla, sem Jónas lagði fram árið 1929 og
samþykkt var, segir, að í héraðsskólunum eigi að leggja áherzlu á
sjálfsnám.40
Fáeinum vikum eftir að stjórnarfrumvarpið um stofnun
Menningarsjóðs leit dagsins ljós, lögðu níu þingmenn úr þremur
stjórnmálaflokkum fram þingsályktunartillögu um, að Mennta-
málaráð skyldi athuga möguleika á stofnun ríkisforlags,41 og var
hún einnig samþykkt. Eftirtektarvert er, að fyrsti flutningsmaður
var Ásgeir Ásgeirsson, sem þá gegndi embætti fræðslumálastjóra.
Efni í greinargerð með tillögunni er sótt í grein Kristjáns Alberts-
sonar, „Andlegt líf á Islandi". I framsöguræðu með þingsályktun-
artillögunni vísaði Ásgeir til stjórnarfrumvarpsins um stofnun
36 Sama ritgerð, s. 371-373. Tilvitnun er sótt á s. 373.
37 Alþingistíðindi 1928. Fertugasta löggjafarþing. A. Þingskjöl með málaskrá. Rv.
1928, s. 125-128.
38 Sama rit, s. 128.
39 Sama rit, s. 128.
40 Alþingistíðindi 1929. Fertugasta og fyrsta löggjafarþing. A. Þingskjöl með
málaskrá. Rv. 1929, s. 202.
41 Alþingistíðindi 1928. A, s. 376-379.