Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 256
250
MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
svo sem úr alþingisbókum og annálum, er líka greinargóð. Mikill ókost-
ur er aftur á móti að ekki hefur verið farið sem skyldi í óprentuð skjöl og
önnur handrit til að fylla í eyður annarra rannsókna, því þangað verður
að leita ef sagnfræðingar vilja segja eitthvað nýtt. Inga Huld hefur skoð-
að skrár yfir fanga í fangelsum í Kaupmannahöfn (299 n. 96; 305 n. 79)
og hún vísar til prestastefnubókar og bréfabókar úr Skálholti (294 n. 63
og 304 n. 61) og tveggja þingbóka sýslumanna (298 n. 70-71, en hirðir
ekki um að segja hvar þær eru), auk þátta Hannesar Þorsteinssonar um
lærða menn (299 n. 94). Þetta er með minnsta móti og veldur því að tölu-
verðar gloppur eru í umfjöllun hennar. Til dæmis er varla sagt aukatekið
orð um aðskilnað fólks sem eignaðist börn utan hjónabands, en það var
mikið áhugamál sýslumanna og presta, einkum á 19. öld eftir að sektir
fyrir barneignir höfðu verið afnumdar og opinber aflausn lögð niður. I
bókinni er rétt tæpt á þessu (229), en athugun á skjölum í Þjóðskjalasafni
hefði leyft Ingu Huld að bæta um betur og sýna hve mikið var um að
konur væru hreinlega reknar af bæjum og úr sóknum eftir að þær eign-
uðust börn í lausaleik, á meðan karlar sátu oftast nær sem fastast, jafnt
kvæntir sem lausir og liðugir.2 I öðrum tilvikum veldur handritaleysið
því að Inga Huld verður af mikilsverðum upplýsingum, til að mynda
þegar hún rekur frásögn Gísla Konráðssonar fræðimanns af aftöku Guð-
rúnar Valdadóttur fyrir blóðskömm árið 1755 (214). Þáttinn skráði Gísli
heilli öld síðar og verður því að hafa fyrirvara á orðum hans, nokkuð
sem Inga Huld gerir ekki. Tiltæk skjöl hefðu hins vegar leyft henni að
renna stoðum undir þann hluta frásagnarinnar sem lýsir því að Davíð
Scheving sýslumanni Barðastrandarsýslu var óljúft að annast aftökuna.
Gísli segir að Davíð hafi hnigið í yfirlið, sem ekkert skal fullyrt um, en
ljóst er af bréfum hans til Magnúsar Gíslasonar amtmanns að hann
reyndi að komast hjá því að framfylgja boði konungs um aftöku. Að at-
höfn lokinni skrifaði Davíð amtmanni og kvaðst vona að hann þyrfti
aldrei að gera svona nokkuð aftur.3 Nákvæm vitneskja um atriði sem
þetta styrkir orðræðu sagnfræðinga, sem ávallt verða að komast sem
næst þeim atburðum sem fjallað er um og mega ekki láta það eftir sér að
falla fyrir stílþrifum langtum yngri heimilda.
2 Örfá dæmi af ótalmörgum frá 19. öld: Þjóðskjalasafn Islands. Kansellískjöl
104: 5. febrúar og 2. mars 1825; Sýsluskjalasafn. Suður-Múlasýsla III-ll.
Bréfabók 1832-1835 nr. 198, 203, 237, 305 og 310; sbr. Jón Helgason, „Torfa-
lækjarmál." Vér íslcmds börn III. Reykjavík 1970, bls. 156-88. Lengi var mið-
að við tilskipun um hjónabönd og lauslæti frá 1746; sjá Alþingisbœkur XIII,
bls. 560 og Lovsamling for Island II, bls. 560-65, en tillögur Lúðvíks Harboes
biskups í ÞÍ. Kirkjustjórnarráð 4: 11. september 1744. Viðleitni yfirvalda var
þó sterk frá því snemma á 17. öld; sbr. til dæmis Stofnun Árna Magnússonar.
AM 246 4to. Bréfabók Gísla Oddssonar 1633-1635, bls. 97v. 130r-v og 195r.
3 Sjá rit mitt Blóðskömm á íslandi 1270-1870. Reykjavík 1993, bls. 224-26.