Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 234
228
BERGLIND GUNNARSDÓTTIR
SKÍRNIR
Con una cuchara de palo
le arrancaba los ojos a los cocodrilos
y golpeaba el trasero de los monos.
Con una cuchara de palo.
Jón Hallur hefur unnið verk sitt af elju og töluverðri nákvæmni, en
hefði samt mátt vera ívið innblásnari í þýðingu sinni sem verður á stund-
um dálítið stirð. Það lýsir sér kannski í því að takturinn er hnökróttari
en í frumtextanum.
Litur, hljómur, birta
Ef til vill tengist stirðleiki í þýðingu því að íslenskan er hastara mál en
spænskan sem er mjög hljómræn og nær sterkum áhrifum með ljóðræn-
um einfaldleika. Þetta á ekki hvað síst við um skáldskap kynslóðar Lorca
sem orti m. a. í anda hins hreina ljóðs, „poésie pure“, og tengist tærleika,
listrænni ögun og eðliseinkennum tónlistar. (Raunar sætti Lorca gagn-
rýni á sínum tíma fyrir að tjá tilfinningar, en það þótti „óhreinka" ljóð-
ið.) Andstætt því hefur íslensk ljóðhefð löngum einkennst af upphöfnu
skáldamáli sem byggir áhrif sín á kraftmiklum hljómi fremur en mýkt.
Þegar menn þýða „nútímaljóð" (sem eru mörg hver orðin jafngömul
öldinni) reyna þeir gjarnan að forðast gamla skáldamálið (sem þeim
finnst vera klisjukennt) og nota venjulegra mál, jafnvel talmál. Því fylgir
sú hætta að íslenski textinn missi hljóm og verði flatari en sá spænski.
Guðbergur Bergsson sneiðir hjá upphöfnu málfari í ljóðaþýðingum
sínum í bókinni Hið eilífa þroskar djúpin sín og velur fremur einfaldara
orðfæri, stundum talmálskennt. Til dæmis um það þýðir hann heiti
ljóðabókar eftir Rafael Alberti, Marinero en tierra, með Sjóari á landi.
Marinero útleggst blátt áfram sjómaður, en Guðbergur teygir sig yfir í
íslenskt slangur í þýðingu sinni. Þetta breytir auðvitað yfirbragði eða til-
finningu textans, en þó er það einkum hinn hljómræni þáttur sem gjör-
breytist.
Slíkt á þó ekki við um þýðingu hans á ljóðinu Luz tú eftir Juan
Ramón Jiménez, e.t.v. af því að knappleiki ljóðformsins krefur þýðand-
ann þess að beita ítrasta aga. Jiménez (1881-1958) er eitt þeirra skálda frá
Andalúsíu sem hvað ötullegast hefur ræktað birtu, lit og hljóm í ljóðum
sínum. Hann fæddist í þorpinu Moguer, lærði lög í Sevillu en fékkst
einnig við málaralist. Jiménez fór ungur til Madridar og dvaldi þar á
stúdentagarðinum fræga, Residencia, þar sem m.a. félagarnir Lorca, Dalí
og Buiiuel bjuggu síðarmeir. Um skáldskap hans segir Guðbergur:
Ljóðum Jiménez hefur verið skipt í nokkur tímabil. Fram að 1917
hljóma þau sem angurvær tónlist innan frá höfundinum sjálfum líkt