Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 157
SKÍRNIR
ARFLEIFÐ UPPLÝSINGARINNAR
151
haganlegast væri a3 leggja stund á hverja grein um sig, á hvaða atriðum
skyldi byrja o. s. frv. og auk þess ætti að vísa á alt það helzta sem ritað er
um þessi atriði á íslenzku í bókum og tímaritum. Slíkar bækur gæti
stjórnin gefið út á landssjóðskostnað og úthlutað þeim til lýðbókasafn-
anna, látið þær koma upp í landssjóðstillagið til þeirra.28
Jónas Jónsson frá Hriflu lét þegar á unga aldri í ljós þá skoð-
un, að sjálfsnám, sem kæmi í framhaldi af grunnnámi í skólum,
væri afar mikilvægur þáttur í menntun alþýðu. Þannig segir hann
í formála síðara heftis Islandssögu handa börnum, að tilgangurinn
með ritinu sé sá „að vekja lestrarlöngunina og fróðleiksfýsnina,
löngun til sjálfstæðrar vinnu og sjálfhjálpar“.29 Jónas gerði ráð
fyrir, að þetta rit gæti einnig verið lesbók. Hann var alla tíð mjög
gagnrýninn á kennslubækur, sem töldust þurrar aflestrar og þar
sem áherzla var lögð á upptalningu staðreynda. Hann átti eftir að
koma mjög við sögu útgáfu fræðslurita á Islandi, eins og síðar
verður að vikið, ekki síður en annarra þátta menntamála.
Skrif tveggja þekktra menntamanna áttu þátt í að hleypa af
stað atburðarás, sem endaði með því, að hið opinbera hóf útgáfu
fræðslurita í allmiklum mæli. Segja má, að nokkur þáttaskil verði
í umræðunni um útgáfu fræðslurita í lok annars áratugar 20. ald-
ar. Sigurður Nordal birti árið 1919 grein, sem hann nefndi „Þýð-
ingar“. Þar gerir hann mikið úr því, á hve háu stigi alþýðumenn-
ing íslendinga sé, og lætur jafnframt í ljós efasemdir um gildi
fræðslukerfis þess, sem komið var upp með fræðslulögunum
1907. Skoðanir af þessu tagi á alþýðumenningu íslendinga höfðu
verið útbreiddar áratugum saman, og má þar nefna skrif Bene-
dikts Sveinbjarnarsonar Gröndals í Gefn, sem áður var getið. Þó
höfðu sumir talið, að alþýðumenningin væri ekki á sérlega háu
stigi. Má þar vísa til ritlings Gests Pálssonar, Menntunarástandið
á Islandi, sem kom út árið 1889, og greinar Einars Hjörleifssonar,
sem síðar nefndi sig Kvaran, „Alþýðumenntun hér á landi“, í
Tímariti Hins íslenzka bókmenntafélags árið 1901.
28 Sama rit, s. 181.
29 Jónas Jónsson: Islandssaga handa hörnum. Síðara hefti. Rv. 1916, s. [iv].