Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 102
96
JESSE L. BYOCK
SKÍRNIR
fram hefndum. En yfirnáttúruleg íhlutun á engan þátt í blindu
Egils og hann fær ekki sjónina aftur. Þótt slík umskipti í sögunni
hefðu gert dráp þrælanna sennilegra og vissulega mun auðveldara,
hefðu þau einnig útilokað Pagetssjúkdóm. I þeim tilfellum sem
Pagetssjúkdómur þvingar sjóntaugina er skaðinn óafturkræfur.
Að Egill endurheimtir óvænt krafta sína er ekki útskýrt burt
heldur meðhöndlað sem hluti af löngu lífshlaupi hetjunnar, eins
og höfundur sögunnar hafi einfaldlega sagt frá öllu sem hann vissi
um Egil.
Sé erfitt að skýra ósamræmi miðaldatextans í lýsingu á ójafnri
hrörnun Egils í ellinni sem skáldlegan tilbúning, skýrist það auð-
veldlega með einkennum Pagetssjúkdóms. Þessi veiki birtist í tíð-
um sljóleika- og þrekleysisköstum.47 Orsök slíkra kasta er líkam-
leg. I virkum eða blönduðum fasa, þegar sjúkdómurinn er í full-
um gangi, geta sýkt bein uppsogast og endurnýjast tuttugu sinn-
um hraðar en eðlilegt er. Verulegu magni blóðs er beint frá öðr-
um hlutum líkamans, t.d. höndum og fótum, til sýktu beinanna
til þess að styðja þessi efnaskipti. Heildaráhrifin eru minnkuð
aukageta hjartans sem er neytt til að auka afköst sín til þess að
ráða við gífurlegar þarfir pagetísku beinanna. Hluti af þessu ferli
er að blóði er einnig veitt frá heilanum til sýktu svæðanna. Þetta
er kallað „pagetískur þjófnaður" og fórnarlömbin, í slíkum tilfell-
um, „eru tíðum utangátta, sljó og syfjuð. Þau skortir þrek og
þreytast auðveldlega."48 En ofvirknisferli endurmyndunar bein-
anna varir ekki endalaust. I síðasta, óvirkum eða herslisfasa sjúk-
dómsins hægir á efnaskiptunum og leiðir það til minnkandi blóð-
þarfar.
Þekking á einkennum þessarar sjúkdómsmyndar getur e.t.v.
varpað ljósi á aðra staði í textanum. Beinverkir eða höfuðverkur
geta verið fyrstu teikn um Pagetssjúkdóm. Þessi einkenni, sem
vara árum saman, versna yfirleitt á kvöldin.49 A miðjum aldri er
föður Egils, Skalla-Grími, og afa, Úlfi, lýst þannig að þeir hafi
47 Hamdy, Paget’s Disease of Bone, bls. 37.
48 Sama.
49 Ritstjórnargrein, „Paget’s Disease and Calcitonin“, British Medical Journal,
263 (1975): 505; Paterson og MacLennan, Bone Disease in the Elderly, bls. 43.