Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 95
SKÍRNIR
HAUSKÚPAN OG BEININ í EGILS SÖGU
89
farandi hátt: Andspænis manninum sem hann telur skulda sér
bróðurbætur sat Egill
uppréttr ok var gneyptr mjQk. Egill var mikilleitr, ennibreiðr, brúnamik-
ill, nefit ekki langt, en ákafliga digrt, granstœðit vítt ok langt, hakan
breið furðuliga, ok svá allt um kjálkana, hálsdigr ok herðimikill, svá at
þat bar frá því, sem aðrir menn váru, harðleitr ok grimmligr, þá er hann
var reiðr; hann var vel í vexti ok hverjum manni hæri, úlfgrátt hárit ok
þykkt og varð snimma skQÍlóttr; en er hann sat, sem fyrr var ritat, þá
hleypði hann annarri brúninni ofan á kinnina, en annarri upp í hárrœtr;
Egill var svarteygr og skolbrúnn. Ekki vildi hann drekka, þó at honum
væri borit, en ýmsum hleypði hann brúnunum ofan eða upp. (55. kafli)
Þótt við megum gera ráð fyrir skáldaleyfi er einkennilegt og
óvenjulegt að líkamleg sérkenni aðalpersónu í sögu séu dregin
fram á svo gróteskan hátt. Það er mögulegt að þessi lýsing sögu-
höfundar sé ekki út í bláinn heldur færi hann í stílinn það sem all-
ir vissu um undarlega útlítandi mann. Einmitt slík vitneskja gat
gert Egil að dæmigerðu viðfangi þjóðsagna.
Aflagandi beinbólga er sennileg skýring á andlitslýtum Egils
og hauskúpu sem er eins og „hjalma klettr“. Aflögun og hörðnun
höfuðkúpunnar, breytingar sem einkenna Pagetssjúkdóm, geta
leitt til ljónskúpu (leontiasis ossea), aflögunar andlitsbeina sem
gerir útlit viðkomandi ljónslegt. Og lýsingin á andliti Egils kemur
heim við þetta vegna þess að afleiðing sjúkdómsins er sú að „and-
litsbeinin þykkna verulegaV Um brúnahleypingarnar má segja
að það er hugsanlegt að maður sem er eins ógnvekjandi og Egill
hafi lært að gera sem mest úr Ijótleika sínum og að hrikaleg áhrif
hans væru í minnum höfð.
gæft því bæði orð kenningarinnar, hjalmr og klettr, eru algeng og finnast
hvort um sig í ýmsum öðrum samböndum. Hér má nefna hjalmstofn í merk-
ingunni höfuð (stofninn sem hjálmurinn situr á) og „herða klett drep ec þér
hálsi af“ (Ég hegg klett herða þinna af hálsi þínum) í 57. erindi „Lokasennu".
Edda: Die Lieder des Codex Regius nehst verwandten Denkmdlern, útg.
Gustav Neckel, 4. útg. endurskoðuð af Hans Kuhn, 2. bindi (Heidelberg: Carl
Winter Universitátsverlag 1962), bls. 108.
41 Boyd, A Textbook of Pathology, bls. 1242.