Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 169
SKÍRNIR
GRlSK ORÐ OG ÍSLENSK
163
vera að <þ sé lesið sem önghljóð, sem séf, og mun það vera í sam-
ræmi við það sem tíðkanlegt er annars staðar á Vesturlöndum.
Orðið tJ>iXÓCTO(j)OC, þ.e. heimspekingur, báru Aþenumenn að fornu
fram pílosopos (með áherslu á öðru atkvæði), og að því er best
verður vitað flestir Grikkir aðrir langt fram eftir fornöldum.
A Islandi mun nú vera vanalegt að 0 sé lesið með önghljóðs-
framburðkþ. En sjá þó það sem segir hér að neðan.
Aftur á móti er samræmi minna þegar rituð eru og borin fram
grísk orð þar sem er uppgómmælt lokhljóð fráblásið og radd-
laust, ritað x í stafrófi Aþenumanna. I upphafi orðs mun þó oftast
nær vera ritað k: Klórís : XXtopLC, Karýbdís : Xápu(38ic o. m. I., eða
svo ritar Sveinbjörn Egilsson í Hómersþýðingum sínum (a. m. k.
í lokagerð). I miðju orði er vanalegt að rita tvöfalt k : Akkear,
Akkilles: ’Axaioi, ’AxtXXeuc, \>ó k á eftir r -i: Orkómenus:
’Opxoii.evoc, Arkelokkus: ’ApxéXoxoc, enda myndi íslenskum tal-
færum reynast torvelt að gera mun á löngu og stuttu k-\ í þeirri
stöðu.
Einhver brögð munu hafa verið að því í dórverskum
mállýskum í Pelopsey og á Krít þegar á 5tu öld f. Kr. b. að frá-
blásna tannhljóðið (0) hefði umbreyst í raddlaust önghljóð.
Aristófanes lætur t. a. m. í gamanleik sínum Lýsiströtu spart-
verskan mann segja vai tw ctlco (naí to sío) í stað val ra 0ew „viti
það goðin tvenn“ (1. 983), og sömu orð eru kennd spartverskri
konu (1. 82). Er þetta gert í skopi og haft til marks um durgshátt
og sveitamennsku þessa fólks. Hér er sem sé ct sett fyrir 0 (eða svo
stendur í handritunum), og er e. t. v. attneskur ritháttur fyrir
tannmælt önghljóð, eitthvað í ætt við íslenska þ-ið; attneskur
höfundur hefur varla átt kost á öðrum bókstaf ef hann þóttist
þurfa að skopast að þ-framburði Spartverja. Hitt er öllu óvissara
hvort Spartverjar voru farnir að bera fram fráblásin p og k með
önghljóðsframburði svo snemma á öldum. Þess má reyndar geta
að sumum málfræðingum þykir líklegra að 0 hafi verið borið
fram með s-framburði í spartversku máli á dögum Aristófanesar.
Bæði í attnesku og flestum grískum mállýskum öðrum, þeim
sem vér höfum spurnir af, voru <þ, 0, x borin fram með lokhljóðs-
framburði allt fram á daga rómverska keisaradæmisins. Því hefur
jafnvel verið haldið fram að lokhljóðsframburðurinn hafi verið