Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 138
132
TORFI H. TULINIUS
SKÍRNIR
með þeim Davíð og Agli, því báðir eru þeir skáld, báðir verða
fyrir reiði konunga (Sáls og Eiríks) og báðir eiga þeir góðan vin
sem ver þá gegn hefnd konungs (Jónatan og Arinbjörn). Báðir
girnast þeir einnig konu náungans (Davíð girnist Batsebu konu
Urie en Egill Asgerði konu Þórólfs) og báðir bera þeir ábyrgð á
falli keppinautar síns í orrustu, þótt ábyrgð Davíðs sé beinni.
Einnig missa þeir báðir þann son sem þeim þótti vænst um, en í
frásögninni af Davíð er það túlkað sem refsing Guðs.42
Tengsl þessi eru svo margvísleg, auk þess sem þau falla svo vel
að öðrum þáttum Egils sögu sem hér hafa verið rædd, að óhjá-
kvæmilegt er að velta fyrir sér hvort um meðvituð textatengsl sé
að ræða og hvort beri að skilja dauða Böðvars svo, að verið sé að
refsa Agli fyrir þátt hans í dauða Þórólfs. Augljós harmur Egils
þegar hann er að búa um lík bróður síns á Vínheiði (437-8), þarf
ekki að þýða að túlkun þessi sé fráleit því ábyrgðin er óbein og
dæmi eru til þess að menn harmi látin skyldmenni sín, þótt þeir
hafi löngum eldað saman grátt silfur.43 Þrátt fyrir að honum þyki
fyrir að missa bróður sinn er honum refsað fyrir misgjörðir sínar,
því hann hefur ekki iðrast nægilega.
I upphafi var spurt um það hvers konar bókmenntaverk Egils
saga væri og hvernig merkingu væri komið til skila til viðtakenda.
rettendum þvi at su var hin fyrsta hæfnd er Dauið toc af guði at barn þat er
hann hafðe getit mæð Bærsabee þa var þat son oc var avar friðr oc villdi Dauid
giarna at barnit hæfði lif en guð villdi æigi unna hanum nytia af þvi barni er
hann hafðe sva syndliga getið.“ Til gamans má geta þess að orðstöðulykillinn
sýnir að orðið „nauðsynjaerindi" sem áður var minnst á í sambandi við Egils
sögu, kemur einnig fyrir í Konungs skuggsjá, en að öðru leyti aðeins í Heims-
kringlu, Grágás og bréfi Páls biskups sem finna má í Prestssögu Guðmundar
biskups góða. Þetta er hugsanlega vísbending um tengsl milli höfundar þessa
hluta Konungs skuggsjár og íslenskra sagnaritara á öndverðri 13. öld.
Til fróðleiks skal geta þess að í bók sinni Túlkun Heiðarvígasögu, sýnir
Bjarni Guðnason fram á hliðstæður milli Davíðs og Gests Þórhallasonar (bls.
97 o.áfr.).
42 Sjá áður tilvitnaða klausu úr Konungs skuggsjá.
43 Sjá t.d. ummæli Sturlu Þórðarsonar um viðbrögð Snorra Sturlusonar þegar
hann frétti af falli Sighvats í Orlygsstaðabardaga: „Þótti honum hinn mesti
skaði eftir Sighvat bróður sinn sem var þó að þeir bæru eigi gæfu til samþykk-
is stundum sín á milli.“ Sturlunga I-II, ritstj. Örnólfur Thorsson, Reykjavík
1988, bls. 425.