Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 264
258
JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON
SKÍRNIR
Bók Matthíasar er nákvæmlega sex sinnum lengri en útgáfa
Lindqvists. Hún hefst á stuttum formála, en síðan kemur rúmlega 160
síðna kafli sem ber yfirskriftina: „Var þá þytur í loftinu. Frá rúnaristum
til dauðsmannsbeina.“ Þessi kafli skiptist í sex undirkafla, sem heita:
Menn og bækur, Máttarvöldin, Rúnir og rúnagaldrar, Dularfull fræði,
Lyklar, Dauðamenning. Þá tekur við ljósrit af galdrabókarhandritinu, en
síðan kafli sem heitir Texti og skýring og er tæpar 100 síður Að síðustu
eru viðaukar, 20 síður.
Ljóst er að gífurleg vinna liggur að baki bókar Matthíasar og mikið
efni er þar saman dregið. En ég harma að höfundur skuli ekki hafa við-
haft nákvæmari vísindaleg vinnubrögð til þess að bókin gæti komið að
notum sem fræðirit. Meta hefði þurft þær kenningar sem tekið er mið af
og sumar hverjar eru umdeildar og eins gera grein fyrir mistraustum
fræðimönnum sem vitnað er til. Þá er framsetning efnisins, þar sem hvað
rekur annað, ekki nægilega markviss og stuðlar að því beint og óbeint að
drepa fræðilegri umræðu á dreif. Eg mun nú rökstyðja þetta með
nokkrum dæmum.
Fyrst er að nefna skort á skilgreiningum og fræðilegri afmörkun, sem
er mjög áberandi í bók Matthíasar. Galdur er t.d. ekki skilgreindur í
bókinni sem er út af fyrir sig furðulegt. Þá er hugtakið djöflafrœði, sem
víða er notað, ekki skilgreint sérstaklega, nema hvað sagt er að „Hugrás“
séra Guðmundar Einarssonar hafi verið undirstaða að íslenskri djöfla-
fræði. Hér hefði frekari greinargerð fyrir hugtakinu verið nauðsynleg. Þá
er víða vikið að norrænni trú án skilgreiningar. Þess hefði þó verið þörf
einkum með hliðsjón af gildi norrænna trúarbragða fyrir verkið. Er þá
einnig haft í huga hve mikla áherslu höfundur leggur í orði kveðnu á
norræna trú í bókinni, en á fyrstu síðu formálans segir:
Handrit þetta sýnir svo ekki verður um villst að hin forna heiðni hef-
ur varðveist fram eftir öldunum, og beðið síns vitjunartíma, 17. aldar,
en þá brýst forneskjan fram af fullu afli í formi galdraskræðna sem
bárust frá manni til manns þrátt fyrir boð og bann - brennubækur á
brennutíð. Hér opnast mönnum heill heimur heiðni, rúna og goð-
sagna, og svo hugarfar sem lifði í andstöðu við kristnina öldum sam-
an. Svona bók var sálumorð og eldsvoði að mati yfirvalda, þetta voru
bannlýst og hættuleg fræði. (bls. 9)
„Hin forna heiðni" sem hér er vísað til er hvergi í bókinni skilgreind
eða afmörkuð sem trúarsögulegt fyrirbæri. Það er að vísu rétt, sem segir
á einum stað (bls. 78), að vitneskja okkar um norræna goðafræði er tak-
mörkuð. Hins vegar er alrangt það sem segir í framhaldi, að gera megi
ráð fyrir að vitneskja manna um norræna goðafræði hafi verið meiri hér
á landi á 17. öld en nú er. I ljósi vanþekkingar manna um norræna trú á