Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 155
SKÍRNIR
ARFLEIFÐ UPPLÝSINGARINNAR
149
þykkt tillaga frá stjórn deildarinnar þess efnis, að gefið yrði út
smáritasafn, ritsafn handa alþýðu, og átti efnið að vera fjölbreytt.
Samkvæmt tillögu stjórnar átti ritsafnið að kallast Nútíðarfræði,
en ákveðið var að nefna það Alþýðurit Bókmenntafélagsins. Ein-
ungis komu út tvö rit í ritsafni þessu. Voru raunar fleiri dæmi
þess, að ritraðir, sem Islendingar efndu til á síðustu áratugum 19.
aldar og fyrstu áratugum 20. aldar og höfðu að geyma alþýðlegt
fræðsluefni, kæmust lítt áleiðis. Vafalaust er engin einhlít skýring
á því, hvers vegna svo fór, en þessi rit seldust misvel. Þess ber að
geta varðandi útbreiðslu bóka, að það hafði mikið að segja, að
seint á 19. öld og á öndverðri 20. öld fjölgaði mjög bókasöfnum
og lestrarfélögum á landinu, og auðveldaði þetta fólki í mörgum
byggðarlögum, sem ekki hafði ráð á að kaupa margar bækur, að
verða sér úti um lestrarefni. Meðal ritraða af þessu tagi, sem ekki
urðu langæjar, má nefna Sjdlfsfraðarann, sem Sigfús Eymundsson
gaf út árið 1889, tvö rit, og Lýðmenntun, sem Þorsteinn M. Jóns-
son gaf út á Akureyri árin 1925-1928, en þar komu út fjögur rit.
Ritröðin Bókasafn alþýðu, sem Oddur Björnsson hleypti af stokk-
unum í Kaupmannahöfn árið 1897, varð umfangsmeiri en Sjálfs-
frxðarinn og Lýðmenntun, en saga hennar varð heldur ekki löng,
til ársins 1909. Þar voru gefin út nokkur skáldverk auk fræðirita.
Islendingar höfðu ýmsar fyrirmyndir í Vestur-Evrópu, hvað
snertir útgáfu ritraða eða bókaflokka, sem höfðu að geyma valið
efni, ætlað alþýðu. Má þar nefna bækur, sem Udvalget for
Folkeoplysningens Fremme gaf út í Danmörku, Verdandis smd-
skrifter í Svxþjóð, Home University Library og alfræðirit Cham-
bers-forlagsins í Bretlandi og Reclams Universal-Bibliothek í
Þýzkalandi.
Sigfús Eymundsson segir einmitt í nokkurs konar greinargerð
um væntanlega útgáfu Sjálfsfrœðarans, að rit Chambers-forlagsins
myndu einkum vera höfð til fyrirmyndar. Athyglisvert er það,
sem hann segir um nauðsyn Islendinga á að eignast rit af þessu
tagi, borið saman við aðrar þjóðir: „Sé nú rit þessi nauðsynleg
annarstaðar og gagn það sem þau gera þar, talið ómetanlegt, þá er
auðvitað, að hér á landi, þar sem fátæktin hamlar skólastofnunum
og fámennið gerir torfengna góða kennara, en strjálbygð og efna-
leysi meinar flestöllum að nota þá fáu og ófullkomnu skóla, sem