Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 117
SKÍRNIR „MUN KONUNGI EG ÞYKJA EKKI ORÐSNJALLUR" 111
hafa ekki vegið Harald. Lítillæti Skalla-Gríms felst ekki í því að
hann telji sig óhæfan til að verða konungsmaður, heldur í því að
hann viðurkennir að enn minni líkur séu á því að honum takist að
vega konung en Þórólfi. Þar sem Haraldur þekkir jafn vel og les-
endur hvernig skiptum hans og Þórólfs lauk, skilur hann tví-
ræðnina í svari Skalla-Gríms og það gera raunar fleiri viðstaddir.
Skalla-Grímur á fótum sínum fjör að launa og eftir þetta eiga þeir
feðgar tæpast annarra kosta völ en að flýja land.
Nokkru fyrr hafði Skalla-Grímur látið eftirfarandi orð falla,
þegar hann var hvattur til að fara á konungs fund og biðja bóta
fyrir bróður sinn: „Ekki erindi ætla eg mig eiga, mun konungi eg
þykja ekki orðsnjallur. Ætla eg mig ekki lengi munu biðja bót-
anna“ (396). Þótt spá Skalla-Gríms hafi ræst, bera þessi tilsvör
hans vott um umtalsverða orðfærni, en hún felst í því að haga
orðum sínum þannig að í þeim leynist dulin merking. Hvort sem
færni þessi er fengin í skóla eða ekki, þá er hún lærð og líkist
þeirri skáldskapartækni sem Snorri Sturluson skilgreinir ágætlega
í Eddu og kallar ofljóst. Orð sem hafa fleiri en eina merkingu
kallar Snorri „tvíkennd": „Reiði er ok tvíkent; reiði heitir þat, er
maðr er í illum hug, - reiði heitir ok fargörvi skips eða hross.“3
Svo bætir hann við: „Þessar greinir má setja svá í skáldskap, at
gera ofljóst, at vant er at skilja, ef aðra skal hafa greinina, en áðr
þykki til horfa en fyrri vísu-orð.“ Þetta þýðir að orð sem merkja
tvennt geti haft aðra merkingu en samhengið bendir til, en það
gerir manni kleift að „yrkja fólgið“, þ.e. að ljá orðum sínum
merkingu sem ekki er ljós við fyrstu sýn.4
Þótt orðið „þjónusta" í tilsvari Skalla-Gríms sé ekki tvíkennt,
því það merkir aðeins eitt í fornu máli, þá er það tvírætt og raun-
ar er þetta ekki eina dæmið um tvíræða notkun þess í miðalda-
3 Snorri Sturluson: Edda, udgiven af Finnur Jónsson, Kobenhavn 1900, bls. 147.
4 Sbr. orð Snorra á sama stað: „Þvílík orðtök hafa menn mjök til þess at yrkja
fólgit, og er því kallat mjög ofljóst.“ í grein minni „Á Kálfsskinni. Hugleiðing
um ofljóst í óbundnu máli“ sem mun birtast 1 væntanlegu greinasafni sem gef-
ið er út til heiðurs dr. Jónasi Kristjánssyni sjötugum, fjalla ég um ofljóst 1
tengslum við frásögn úr Ólafs sögu helga í Heimskringlu.