Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 174
168
FRIÐRIK ÞÓRÐARSON
SKÍRNIR
örlítil gluggabora austur í annarlegan heim; en þar voru einnig
nefndir kerúbím (Mós. 1,3,24: og setti kerúbím fyrir austan Edens
garð); og réð ég af þeim orðum nýlæs að tungur mannanna væru
með ýmsu móti. I nýjustu Biflíuþýðingu, þeirri sem út kom árið
1981 og nú er notuð í lúterskum kirkjum landsins, er Jesús haft í
nefnifalli, Jesú í aukaföllum, enda hafa nú kerúbar, og meira að
segja komnir með greini, byggt út kerúbím úr Paradís (setti kerú-
banafyrir austan Edengarð). Og mun hvorttveggja vera til marks
um hrörnun klerkdómsins.
IV.
Þegar grísk fræði tóku að glæðast meðal vestrænna þjóða á end-
urfæðingaröldinni, og þóttu raunar ógna bæði lögboðinni lands-
stjórn, réttri guðstrú og góðu siðferði, þá var fræðingar leitað hjá
grískum mönnum bæði á Suður-Ítalíu og í fornum menningar-
setrum í Miklagarði og víðar fyrir austan haf. Framburður orð-
anna var sá sem gekk meðal grískra lærdómsmanna. Stundum er
þessi framburður kenndur við Reuchlin, einn af frumkvöðlum
húmanisma og grískra fræða á Þýskalandi (1455-1522). Lærðum
mönnum skildist þó brátt að býsanskur framburður var ærið
frábrugðinn gríska fornmálinu, enda ólíklegt að tungumál hefði
staðið í stað öldum saman (né myndi standa). Arið 1528 gaf
Erasmus frá Rotterdam, einn höfuðskörungur katólsks húman-
isma á 15du og 16du öld, út rit sitt Dialogus de recta Latini Gra-
ecique sermonis pronuntiatione, er síðan hefur verið undirstaða
forngrísks skólaframburðar á Vesturlöndum og raunar víðast
hvar utan Grikklands þar sem grísk fornfræði hafa verið iðkuð.
Rit þetta er í raun réttri afreksverk í grískri hljóðfræði, ekki síst
þegar þess er gætt hve skammt þau vísindi voru á veg komin með
vestrænum þjóðum í þá daga. Ekki er því þó að neita að Erasmusi
varð stundum á í messunni við skilgreiningu á fornu hljóðgildi
grísku bókstafanna. Hann hefur t. a. m. bersýnilega haldið að 0
væri ritað fyrir eins konar ^-hljóð, líkt því, eins og hann segir,
sem er í enska orðinu thief: quam feliciter exprimunt Angli in ini-
tio quum sua lingua dicunt furem; blessaður karlinn er ekki að