Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 178
172
FRIÐRIK ÞÓRÐARSON
SKÍRNIR
Kalkas fuglaspámaður Testorsson kemur m. a. við sögu í upphafi
Ilíonskviðu (1,69: OeaTopiSTic); karlmannsnafnið Þestor aftur í
16da þætti (v. 401: ©éoTtop). Og fleira mætti tilnefna.
Sveinbjörn mun hafa orðið til þess einna fyrstur manna að rita
íslenskt þ í eiginnöfnum þar sem 0 er haft í grísku. I Kvœðum
Benedikts Gröndals assessors (1833), en þau gaf Sveinbjörn út, er
t þó enn haft fyrir grískt 0: Teókríts 19. kvæði o.s.frv.2 Ekki hefur
samt öllum fallið nýbreytni Sveinbjarnar jafnvel í geð í fyrstunni.
Steingrímur biskup Jónsson réð því að th var ritað í tveimur
fyrstu þáttum Odysseifskviðu, þeim sem prentaðir voru í skóla-
boðsritum Bessastaðaskóla (1829). Biskup þessi mun hafa verið
lítt fenginn fyrir nýjungar í andlegum efnum og þó í smáu væri,
enda „að upplagi varkár maður“ að sögn Páls Eggerts Ólasonar
(1929, bls. 130), og „vantaði [...] þann rétta djöfuldóm“ (sagði
séra Arni Helgason í Görðum, sjá sama rit bls. 74), en án hans
mega iðkendur grískra fræða aldrei vera. Að ráðum Rasmusar
Rasks3 tók Sveinbjörn síðan að rita t fyrir 0 í einkanöfnum, og
svo er prentað í skólaboðsritunum í 3ðja þætti Odysseifskviðu og
allt til enda. I lokaþýðingunum er aftur á móti oftast nær ritað þ
fyrir 0: Iþaka, Aþena, Aþusfjall o. s. frv. Um þau efni vísa ég í
bók Finnboga Guðmundssonar um Hómersþýðingar Sveinbjarn-
ar (1960, bls. 105), og hef þar engu við að bæta. Munu flestir
2 Um útgáfu Sveinbjarnar á kvæðum Gröndals vísa ég í bréf hans til Bjarna
amtmanns Þorsteinssonar, sjá Árbók Landbókasafns Islands 1992, einkum
bls. 63 o. áfr.
3 „Eg ætladi fyrst ad skrifa allar þetur í einkanöfnum medý, t.d. Aþena &c:, en
lét tilleidast ad skrifa þad med því lat. th., vegna vidtekins framburdar, og þó
sé eg, ad þad er inconsequentia ad sumu leiti.“ (Bréf Sveinbjarnar annan mars
1829; Breve til ogfra Rask, II, bls. 217.)
Rask þótti hins vegar stafsetningin th óeðlileg í íslensku ritmáli: „Ad skrifa
ekki Aþena o. þessh. getr víst vel forsvarazt „vegna vidtekins framburdar"; en
hvört það getr eins forsvarazt að skrifa Athena, hvað kemr það við oss, sjá þú
þar fyrir. Aldrei hefi eg heyrt nokkurn mann segja Athena, og aldrei hefi eg
vitad th fyrir t skrifað í neinu íslenzku orði. Sýnist mér þessvegna Atena-, Fil-
ippus, Kalkass osfr. eins rétt á ísl. og á Völsku og Spönsku, já nauðsynlegt,
skuli maðr ekki hafa tvennslags réttritun í málinu." (Bréf Rasks til Sveinbjarn-
ar 27nda apríl 1829; Breve ..., II, bls. 223.)
Bréfin eru endurprentuð í bók Finnboga Guðmundssonar um þýðingar
Sveinbjarnar (bls. 315 o. áfr.).