Skírnir - 01.04.1994, Blaðsíða 30
24
ATLI INGÓLFSSON
SKÍRNIR
þrískiptingar. Þá er formið nú auðgripnara á hreinum tónlistar-
legum forsendum. Það er blanda tilbrigða, sem felast í fornyrðis-
línunni, og endurtekningar, sem endaliðurinn myndar. Að sjálf-
sögðu er merkingarsviðið í þessu dæmi ekki marktækt, en það er
sjálfgefið að merkingarsvið fornyrðislags hæfir dróttkvæðinu illa.
Innrímið er ekki minni bylting í ljóðagerðinni en þakspyrnu-
boginn var í byggingarlistinni, og reyndar mætti líkja dróttkvæð-
inu við gotneska byggingu þar sem nýjar uppgötvanir í burðar-
þolsfræði leiða af sér hærri, flúraðri og þokkafyllri byggingar en
áður tíðkuðust.19
Ef við lítum nánar á burðarþolsfræði bragarins, sjáum við að
nú hvílir hann á fleiri stoðum en áður, og fellur því minni þungi á
hverja þeirra. Engin ein þeirra hefur afgerandi hlutverk í skil-
greiningu formsins. Heyrn okkar stiklar jafnt á öllum og er aldrei
skilin eftir í vafa: 1) Línulengd er jafnan sex atkvæði, eða jafngildi
þriggja tvíliða að lengd (séu atkvæðin stutt geta þau orðið níu, en
fimm löng geta líka fyllt línuna). 2) Endarytminn einkennir
hrynjandina án þess að hún verði of reglubundin að öðru leyti,
þ.e. án þess að hún tapi upplýsingamætti sínum. 3) Stuðlar eru nú
reglulegri en í fornyrðislaginu, þeir eru alltaf tveir í oddalínum
meðan áður nægði að annað risanna tveggja bæri stuðul, en þar
sem risin eru nú þrjú hafa þeir meira svigrúm. 4) Tvenns konar
innrím er notað, skothent í oddalínum en alhent í þeim sléttu.
(Áhrifum þessa mætti líkja við hendinguna eftir Mozart sem áður
getur: í fyrri línu eru raddir sérhljóða og samhljóða ótengdar, en
standast á í þeirri síðari, sú fyrri er spurn, hin síðari svar.)
Þunginn dreifist jafnframt vel, þar sem stoðirnar skarast að-
eins að litlu leyti og mynda hver eigin venslalínu.20 Endarytminn
hefur lóðrétta tilvísun, en endaliðurinn sameinar gjarnan í einum
19 Ýmislegt veldur því að þægilegt er að líkja mun fornyrðislagsins og drótt-
kvæða við mun rómanskrar og gotneskrar byggingarlistar. Þeirri samlíkingu
er ekki ætlað sögulegt gildi meir en verjandi er, enda fer ekki að bera á got-
neska stílnum fyrr en á fyrri hluta 12. aldar. Hann er þó afkvæmi hugarheims
sem dróttkvæðið vitnar um. Samlíkingin er ekki alveg af handahófi.
20 Til samanburðar getum við litið á venslalínur ljóðs með endarími: Þar myndar
rímið nákvæmlega sömu tengsl og rytmi síðasta bragliðar (enda eru endarím
og endarytmi af sömu rót). Meira um það síðar.