Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 59
ÓSKAR BJARNASON
Þegar íslendingar urðu
forfeður Þjóðverja
Eddur, Islendingasögur og þjóðmenntastefna
Diederichsforlagsins 1911-1930
ÁRIÐ 1904 ÁKVAÐ bókaútgefandi nokkur í þýsku smáborginni Jena
að tímabært væri að landar hans fengju aðgang að sagnaheimi Is-
lendinga á eigin tungu.1 Slíkt þætti kannski ekki í frásögur færandi
nema vegna þess að til þess tíma hafði aldrei verið ráðist í svo um-
fangsmikla þýðingu á fornbókmenntum íslendinga, hvorki í
Þýskalandi né annars staðar. Öllu fróðlegra er þó að Eugen
Diederichs, en svo hét maðurinn, var enginn venjulegur forleggj-
ari heldur allsérstæður menningarfrömuður, eldhugi sem hafði þá
köllun að koma þýskri menningu á æðra stig. Diederichs fékk til
liðs við sig 13 þýðendur sem flestir voru prófessorar í germönsk-
um fræðum við þýska háskóla. Sumir þeirra voru í fremstu röð í
sinni grein og ber helst að nefna Felix Niedner, Svisslendinginn
Andreas Heusler, Felix Genzmer, Gustav Neckel og Paul Herr-
mann. Það auðveldaði verkið að rúmum áratug fyrr hafði hafist
vönduð útgáfa íslendingasagna í Halle. Hún var á frummálinu,
með ítarlegum skýringum á þýsku og aðallega ætluð fræðimönn-
um.2 Diederichs sinnti nýju ritröðinni af miklum áhuga, auglýsti
eftir mætti og hélt þýðendum við efnið með rausnarlegum
greiðslum. Á næstu áratugum (1911-1930) leit dagsins ljós 24
binda ritröð undir nafninu Thule. Fornnorrœn Ijóð- og sagnalist.
Þar birtust eddukvæði, íslendinga-, konunga- og fornaldarsögur,
Snorra-Edda, biskupasögur, ásamt Sturlungu, nokkurn veginn í
1 Eugen Diederichs (hér eftir: E. D.) til Arthurs Bonus, 9. okt. 1904. E. D.:
Leben und Werk. Ausgewdhlte Briefe und Aufzeichnungen. Lulu von Straull
und Torney-Diederichs sá um útgáfuna. Jena 1936, s. 107.
2 Altnordische Saga-bibliothek 1-18. Gustav Cederschiöld, Hugo Gering og
Eugen Mock ritstýrðu. Halle 1892-1929.
Skírnir, 173. ár (vor 1999)