Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 164
158
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
við um Norðlínga, því Christján spurði að þeim, en hinn sagðist ekki
grand til þeirra vita, en vissi þó, og sagði Christjáni, að sér þætti ráð
hann riði hvergi, af því hann vissi til hinna og þóttist sjá á honum feigð-
ina; með það skildu þeir. Hann reið suður til Kirkjubóls; hinir komu þar,
og voru allir með hettum og hökustalli fyrir andliti, svo þeir skyldu ekki
þekkjast, og spurðu, hvort þar væri sá maður sem héti síra Jón, og væri
Bárðarson, hann skyldi gánga út, því þeir vildu honum ekkert vont; hann
gjörði svo. Þá kom að úngur maður, gildur og kaskur, XX ára, og spurði,
hvort þar væri og ekki sá maður er Sveinn héti, og hefði verið kallaður
síra Sveinn, - hann hafði orðið manni að skaða fyrir norðan, og var
kominn til Bessastaða, meistara-maður uppá skrif og latínu; - þeir sögðu
það hann væri þar. Hann sagði hann skyldi skríða (út), ef hann vildi
halda lífinu. Presturinn gekk þá seint, en hinn seildist eptir honum inn í
dyrnar, kippti honum út og kastaði fram á hlaðið, og sagði hann skyldi
þar liggja, „skarn“! - hann nyti þess að hann væri sér skyldur, að hann
dræpi hann ekki. Þeir báðu bóndann leyfis að rjúfa bæinn; hann sagði,
þeir mætti brjóta ef þeir bætti aptur, og fyrir það var hann af tekinn, að
hann bannaði þeim ekki. Síðan veittu þeir þeim aðgöngu og drápu þá;
sumir segja þeir hafi verið VII, en sumir IX. (98)
Eftir þetta segir Jón nokkru nánar frá vígum þeirra Christians og
heldur svo áfram með för Norðlendinga að leita uppi Dani, hvort
sem þeir voru sekir í aftöku Hólafeðga eða ekki:
Þeir fóru þá um öll Nes, og drápu hvern og einn eptirlegumann, og tóku
allt það þeir áttu, og líka það þeir Dönsku höfðu með sér, og einn átti
Danskur bú inn á Bústöðum; þar tóku þeir allt það þar var, en vildu
drepa börnin, en þó varð ekki af því. (99)
Bæði vígin í Skálholti 1539 og vígin á Suðurnesjum 1551 voru
gamaldags íslenskar hefndir en ekki landvinningastríð. Hvorki
Sunnlendingar í fyrra skiptið né Norðlendingar í hið seinna
fylgdu aðgerðum sínum eftir, þó að þeir hefðu í raun lagt alla
danska umboðsstjórn á Islandi í rúst. Þeir gerðu stjórnarbylting-
ar, en vissu það ekki sjálfir, því að þeir þekktu ekki hugtakið. En
það athyglisverða er að þetta voru hefndir gegn útlendingum.
Ólafur, hestamaður Diðriks af Minden, ætlaði að reyna að sleppa
vegna íslensks þjóðernis síns, en það tókst ekki sökum þess að
hann var úrskurðaður liðhlaupi, ekki af því að hann væri