Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 139
SKÍRNIR HVERS KONAR ÞJÓÐ VORU ÍSLENDINGAR?
133
ur sig hafa fundið 22 dæmi í Fagurskinnu þar sem sameiginlegu
og einkennandi eðli Norðmanna sé lýst. Þau telur hann til marks
um þjóðrembu eins og finna má hjá norskum rithöfundum
skömmu fyrir 1770.118 Hér má nefna dæmi eins og þegar Hákon
Aðalsteinsfóstri er látinn segja: ,,[T]aki hver sín vopn, og mun
ekki til saka, hversu margir Danir sem eru um einn Norð-
mann.“119 Þetta er þó ekki einhlítt. Þegar sagt er frá orustunni í
Hjörungavogi er tekið fram að Danir hafi barist vel við ofurefli
Norðmanna.120 Heimildir eru sjaldan jafn afgerandi og menn
kysu helst.
Víða í sögum eru Norðmenn sagðir skjótorðir, gagnstætt
seinlátum og tómlátum Islendingum.121 Þá kemur fyrir að íslend-
ingar séu kallaðir mörlandar, bæði í Noregi og í Englandi.122
Einnig má finna dæmi um krytur Norðmanna og Svía. I Hákonar
sögu segir frá því að Birgir jarl í Svíaveldi hvetur sína menn til að
taka vel á móti Hákoni og mönnum hans „og lagði svo ríkt við, ef
nokkur maður tæki Norðmenn með spotti eða kallaði bagga eða
öðrum hæðilegum orðum, að hann skyldi engu fyrir týna nema
sínu hálsbeini".123 Hugmyndir um þjóðareinkenni hafa verið á
kreiki við hirðina og hægt var að gera gys að þegnum annars kon-
ungs með viðurnefnum eins og mörlandi eða baggi.
Á sama tíma hafa æ fleiri þegnar ástæðu til að samsama sig
konungsvaldinu. Konungar ýta undir verslun og viðskipti þegna
sinna erlendis. Árið 1177 er orðið til Knútsgildi Dana sem fara
um heiminn í ábataskyni, en fyrstu bréfin sem kveða á um rétt
Norðmanna til verslunar á Englandi eru frá dögum Jóhanns land-
118 Lunden, „Was there a Norwegian National Identity in the Middle Ages?“,
bls. 30.
119 Ágrip af Nóregskonunga sögum. Fagrskinna, bls. 86.
120 Ágrip af Nóregskonunga sögum. Fagrskinna, bls. 132-33.
121 Eyrbyggja saga, Grxnlendinga sögur (íslenzk fornrit, IV), útg. Einar Ól.
Sveinsson og Matthías Þórðarson, Reykjavík, 1935; bls. 105; Sturlunga saga,
II, bls. 44; Laurentius saga biskups, bls. 11.
122 Bogi Melsteð, „Töldu íslendingar sig á dögum þjóðveldisins vera Norð-
menn?“, AfmAisrit til Dr. phil. Kr. Kdlunds bókavarðar við safn Áma Magn-
ússonar 19. ágúst 1914, Kaupmannahöfn, 1914, 16-33 (bls. 26).
123 Det Arnamagnxanske Haandskrift 81 a Fol. (Skálholtsbók yngsta), útg. Albert
Kjær og Ludvig Holm-Olsen, 4 hefti (Ósló, 1910-1986), bls. 654.