Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 70
64
ÓSKAR BJARNASON
SKÍRNIR
ið og raun bar vitni. „Stríðshrifning menningartrúboðsins"41 var
reyndar af öðrum toga spunnin en stríðsvæntingar Vilhjálms II.
keisara og herforingja hans. Margir andans menn, þar á meðal
Diederichs, skeyttu lítt um landvinninga en mikluðu þess í stað
þau jákvæðu mótunaráhrif sem stríðið gæti haft á þjóðina.42
Diederichs sá fyrir sér að hermenn sem staðið hefðu „augliti til
auglitis við dauðann" sneru aftur að stríði loknu „breyttir menn“,
reiðubúnir að gera að veruleika hinn „nýja anda Þýskalands".43
Hann gerði sér vonir um að stríðið myndi efla áhuga á trúarlegri
nýsköpun og „öllu þjóðlegu".44 Til marks um óbilandi metnað og
aðdáun á norrænum menningararfi eru tillögur hans um að Þjóð-
verjar tækju upp nýjan þjóðhátíðardag í formi norrænnar sól-
stöðuhátíðar. I grein sem hann ritaði í upphafi annars stríðsvetrar
1915 tekur hann goðsögulegt dæmi um að átök og þjáningar
göfgi manninn, það er lýsingu Hávamála á Óðni sem hangir
særður í Aski Yggdrasils níu nætur og níu daga til að öðlast
visku: „Að ófriði loknum skal þessi hátíð vera okkur játning:
stríðið hefur leyst með okkur nýja krafta úr læðingi."45
Fyrsta útgáfuverkefni Diederichs eftir að stríðið braust út var
ritröð vasahefta fyrir hermenn, Túí-bækur fyrir herpóstinn,46
með titlum eins og Þýskt þjóðlíf, Þýsk trú og Germönsk hetju-
lund. Tilgang heftanna kvað hann vera að mennta og hvetja her-
mennina til dáða með því að leiða þeim fyrir sjónir „óbugandi
viljastyrk, hetjulegt líf og germanska menningardýpt í anda
Fichtes, Nietzsches og Lagardes“.47 Fyrsta heftið, Heilagt stríð,
inniheldur úrval úr þeim mikla fjölda ljóða sem fyrstu stríðsvik-
41 Jost Hermand: Geschichte der Germanistik, s. 6.
42 Gangolf Hubinger: „Kulturkritik und Kulturpolitik des Eugen-Diederichs-
Verlags im Wilhelminismus. Auswege aus der Krise der Moderne?“ Kultur
und Krieg: Die Rolle der Intellektuellen, Kiinstler und Schriftsteller im Ersten
Weltkrieg. Wolfgang J. Mommsen sá um útgáfuna. Schriften des Historischen
Kollegs, Kolloquien 34. Míinchen 1996, s. 92-114.
43 E. D. til Gustavs F. Steffen, 28. nóv. 1914. Leben und Werk, s. 247-50, hér 250.
44 E. D. til Martins Rade, 8. mars 1915; sami til Friedrich von der Leyens, 10.
ágúst 1914. Leben und Werk, s. 242, 258.
45 E. D.: „Der Nationalfeiertag des neuen Deutschlands." Die Tat (7. nóv. 1915).
Leben und Werk, s. 262-63.
46 Kenndar við forlagstímaritið Die Tat, sem hætti að koma út um sinn.
47 E. D. til Max Maurenbrecher, 10. ágúst 1914. Leben und Werk, s. 243.