Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 82
76
ÓSKAR BJARNASON
SKÍRNIR
sögu íslenskra fornbókmennta þar sem svo margir „leikmenn" tjá
sig um menningarlegt hlutverk þeirra á vissum sögulegum há-
punkti hugmynda- og stjórnmálaátaka í Þýskalandi. Könnuninni
hafa ekki verið gerð mikil skil hingað til en hér á eftir verður
reynt að greina þá hugmyndafræði sem liggur að baki svörun-
um.81
Sjálfskönnun og þjóðvakning
Drjúgur meirihluti svarenda (33 af 46) lætur þá skoðun í ljós að
íslenskar fornbókmenntir séu mikilvægt framlag til sögu þýsku
þjóðarinnar, eða eins og komist er að orði: „rætur tilveru okkar“,
„heimild um þýskt upphaf“, „kjarni þýsks þjóðareðlis".82
Kaþólski guðfræðingurinn Heinrich Getzeny telur Thule jafnvel
sýna „hve langt forfeður okkar [Þjóðverja!] náðu á eigin verðleik-
um“ (DL, s. 101). Hermann Bahr, rithöfundur og gagnrýnandi,
ímyndar sér í svipuðum dúr að sögurnar hafi áður fyrr lifað með
þýsku þjóðinni: „Andi Eddu, Völundar smiðs, sagnanna [...],
þessi heimur virtist sokkinn. Ný kynslóð, sem gat ekki einu sinni
nefnt skáldið Egil á nafn, óx úr grasi“ (JI, s. 23). Svarendur virð-
ast skilja þennan skyldleika erfðafræðilega og jafnvel með dul-
rænu ívafi. Þeim þykir kynþáttarsálin, „germanska grunneðlið“
(Felix Niedner, DL, s. 98), vera að verki og því alls ekki nauðsyn-
legt að sýna fram á einhver forn menningartengsl Islendinga og
Þjóðverja. Kynþáttarsálin er ekki alltaf virk en gamalt eðli
„blundar" (Konrad Gunther, Niedner, Fechter; DL, s. 95, 98, 99)
í okkur, „beygt og bælt“83 af framandi áhrifum, en til þess að
81 Kurt Schier vitnar í könnunina og birtir kafla úr níu svörum en segir að enn
vanti um hana greinargerð. Versammlungsort moderner Geister, s. 434, 438.
Nánar í Óskar Bjarnason: „Altislándische Literatur und deutscher National-
ismus. Zur Edda- und Sagarezeption 1900-1933.“ Magistersritgerð við
Freiburgarháskóla 1995-1996, s. 57-73.
82 Johannes Schmitt-Wodder, fulltrúi þýska minnihlutans í Norður-Slésvík á
danska þjóðþinginu; Ernst Júnger; Paul Fechter, ritstjóri hjá Deutsche All-
gemeine Zeitung í Berlín, DL s. 94, 103, 99.
83 Paul Zaunert, þjóðfræðingur og útgefandi ritraðanna Der deutsche Sag-
enschatz og Deutsche Volkheit hjá Diederichsforlaginu. Diederichs Löwe, s.