Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 65
SKÍRNIR ÞEGAR ÍSLENDINGAR URÐU FORFEÐUR ÞJÓÐVERJA
59
„afskekktustu bæi“,21 ugglaust í von um að finna sem uppruna-
legast mannlíf, eðalbændur ósnortna af nútímanum og anda borg-
arinnar. Diederichs hafði gert sér í hugarlund að andi víkinganna
svifi enn yfir vötnum í landinu þar sem sólin væri eins og „auga
Óðins“ og innfæddir töluðu „forngermönsku". Hann hafði von-
ast til - og þetta var ekki síður tilgangur fararinnar - að kynnast
„hinum norræna manni“ í sinni hreinustu mynd, Islendingum
með yfirbragði víkinga (islándischen Wikingergestalten).22
Það skorti ekki íslandslýsingar á þýsku sem hefðu getað af-
stýrt slíkum ranghugmyndum. Forleggjarinn hefur e.t.v. ekki haft
mikinn tíma aflögu til lesturs þeirra eða hreinlega ekki verið til-
búinn að láta hrófla við heimsmynd sinni að óreyndu. Hann
þekkti Islendingabók Bonus og kannski var hún með í farangrin-
um. Þar gat hann lesið að sögurnar segðu frá „ósviknum germön-
um“ og gætu því upplýst þýska lesendur um „hinn raunverulega
anda okkar kynþáttar, anda sem leynist í okkur sjálfum“.23
Diederichs var því í leit að eigin rótum, að sjálfum sér, sannfærð-
ur um að germanir íslands væru jafn ósviknir og fyrr.
Viðbrögð forleggjarans er hann kynntist íslendingum tuttug-
ustu aldar eru dæmigerð fyrir ferðalanga sem séð höfðu land og
þjóð í rómantískum hyllingum og „finnst sér stórum misboðið,
er þeir hitta hér ekki fyrir víkinga og valkyrjur, heldur venjulegt
nútímafólk."24 Vonbrigði hans voru mikil þegar hann hitti fyrir
bændur sem honum þótti heldur rislágir og óþrifalegir, sem sjald-
an mæltu hátt og snjallt en oftar lágt og feimnislega, „alls ekki
eins og víkingar".25 Lýsing hans á höfuðstaðnum ber menningar-
21 Niels Diederichs: „Eugen Diederichs und sein Verháltnis zum Norden."
Deutsch-Nordisches Jahrbuch (1931), s. 132.
22 E. D.: „Islandreise. Aus persönlichen Aufzeichnungen." [1921] Leben und
Werk, s. 177-78.
23 Bonus: Islanderbuch I. Miinchen 1920, („Vorwort zur ersten Auflage") s. vii-
viii.
24 Sigurður Nordal: íslenzk menning. Reykjavík 1942, s. 33. Sbr. Gary Aho:
„Með ísland á heilanum. íslandsbækur breskra ferðalanga 1772 til 1897.“
Skírnir (vor 1993), s. 244, 253 og 256-67.
25 E. D.: „Islandreise. Aus persönlichen Aufzeichnungen." [1921] Leben und
Werk, s. 177-78.