Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 104
98
PLATON
SKÍRNIR
hanga frá sönggyðjunni. Og eitt skáldanna hangir frá einni til-
tekinni sönggyðju, en annað þeirra frá einhverri annarri. Og
við köllum það innblásið, en það er eiginlega sami hluturinn,
vegna þess að því er haldið fast.20 Og frá þessum fyrstu hringj-
um, skáldunum, eru aðrir samtvinnaðir og innblásnir, sumir af
Orfeifi, aðrir af Músajosi,21 en flestir eru innblásnir og haldnir
af Hómer.
Þú, kæri Jón, telst til þeirra, og ert líka innblásinn af
Hómer, og þegar einhver flytur kvæði einhvers annars skálds,
sofnarðu bara og hefur ekki hugmynd um hvað þú átt að
segja, en þegar einhver þylur eitthvert kvæði eftir þitt skáld,
vaknarðu undir eins, sál þín dansar og þú lætur móðan mása.
Því það sem þú segir, segir þú ekki af list eða þekkingu á
Hómer, heldur af guðlegri íhlutun og innblæstri. Eins og
Korybantarnir skynja einungis þann hluta skarplega, sem er
frá þeim guði sem þeir eru innblásnir af, og fara vel með bæði
látbragð og orð þessa kvæðis, en láta sig ekki önnur varða.
Þannig ert þú einnig, Jón minn. Þegar einhver minnist á
Hómer hefurðu nóg að segja, en um einhvern annan ekkert.
Þetta er skýringin á því sem þú spurðir mig um, hvers
vegna þú ættir svo gott með að tala um Hómer en ekki aðra.
Það er vegna guðlegrar íhlutunar en ekki listarinnar að þú ert
hæfur til að lofsyngja Hómer.
Jón: Vel mælt, Sókrates. En ég myndi furða mig á því ef þú værir
svo mælskur, að þú sannfærðir mig um að ég sé innblásinn og
brjálaður, þegar ég lofsyng. Né heldur tel ég að þér myndi
virðast svo, ef þú heyrðir mig tala um Hómer.
Sókrates: Og hvort ég vil heyra! En þó ekki fyrr en þú hefur svar-
að mér þessu: Um hvað talarðu vel, af því sem Hómer hefur
sagt? Væntanlega ekki allt?
Jón: Þú skalt vita, Sókrates, að ég fer vel með allt, undantekning-
arlaust.
20 Orðaleikur sem erfitt er að endurskapa í þýðingu. Gríska orðið KaTexftai
þýðir bókstaflega að halda niðri, en í þessari merkingu hér innblásinn. exw
þýðir svo að hafa eða halda. Orðin þýða þannig bókstaflega næstum það sama.
21 Músajos var goðsögulegur söngvari, eins og Orfeifur.