Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 97
SKÍRNIR
91
JÓN
Jón: Einmitt.
Sókrates: En hvað? Hvort myndir þú eða einhver spámannanna
útskýra betur það sem skáldin segja um spádómsgáfuna, bæði
það sem þau eru sammála um og það sem þau greinir á um?
Jón: Einhver af spámönnunum.
Sókrates: En ef þú værir spámaður og gætir útskýrt það sem þeir
væru sammála um, myndirðu þá ekki líka geta útskýrt það
sem þeir eru ósammála um?
Jón: Það er augljóst.
Sókrates: Svo hvers vegna ertu vel að þér í Hómer, en hvorki
Hesíodosi, né nokkru öðru skáldanna? Talar Hómer um eitt-
hvað annað en þá hluti sem öll hin skáldin tala um? Hefur
honum ekki orðið tíðrætt um stríð og samskipti manna á
milli, bæði góðra og vondra, óbreyttra og embættismanna, og
um bæði samskipti guðanna hvers við annan og við mennina,
hvernig þeir hegða sér, og um það sem gerist á himnum og í
Hadesarheimi, og um uppruna guða og hetja? Er það ekki
þetta sem Hómer hefur ort um?
Jón: Satt segirðu, Sókrates.
Sókrates: En hvað um hin skáldin? Fjalla þau ekki um sömu
hluti?
Jón: Jú, Sókrates, en þau hafa ekki gert það í líkingu við Hómer.
Sókrates: Hvernig þá? Verr?
Jón: Já, miklu verr.
Sókrates: En Hómer betur?
Jón: Já, guð hjálpi mér, miklu betur!
Sókrates: En er ekki svo, elsku Jón minn, að hvenær sem menn
ræða um tölur, þá er einhver sem talar best, og eflaust er ein-
hver sem kemur auga á þann sem talar svo vel?
Jón: Rétt.
Sókrates: Og getur sá hinn sami líka bent á þá sem tala illa, eða er
það einhver annar?
Jón: Sá hinn sami, geri ég ráð fyrir.
Sókrates: Svo hann er sá sami og sá sem hefur vald á reikningslist-
inni?
Jón: Já.
Sókrates: En hvað um það þegar menn ræða um hvað sé heilsu-