Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 134
128
SVERRIR JAKOBSSON
SKÍRNIR
firði árið 1255. Þar eru greinilega á ferðinni skýrt afmarkaðar ein-
ingar þar sem bændur eiga viðnámsrétt.95
Fregnir um héraðsdeilur sjást einnegin í íslenskum heimildum,
t.d. er sagt frá skærum Víðdæla og Miðfirðinga 1216 í Sturlungu.
Var þá „óþykkt mikil milli sveitanna“, vísur og níð gengu á milli
og að lokum „gerðist svo mikill fjandskapur, að eigi var óhætt
með þeim. En Snorri Sturluson átti flesta þingmenn í hvorra
tveggja heraði, og þótti mönnum til hans koma að sætta þá.“ Árin
1226-1227 verða svo deilur milli bænda í Dölum, þar sem menn
hópa sig eftir héruðum. Goðarnir Þórður Sturluson og Sturla Sig-
hvatsson setja niður deilurnar. Reyna þeir að halda trúnaði
hvorratveggju, Laxdæla og Strenda (Fellsstrendinga). Lauk svo að
einn deiluaðila varð „heraðssekur af Strönd".96
Harald Gustafsson telur biskupsdæmi hafa verið mikilvægar
einingar í sköpun samkenndar, en á lægra stigi sóknir.97 Á fyrri
hluta 14. aldar má finna þess dæmi í Noregi að prestar áttu að
starfa í því biskupsdæmi sem þeir voru ættaðir frá.98 I dönskum
testamentum frá 14. öld tíðkast að stórættaðir karlar og konur
geri sérstakar ráðstafanir í sóknarkirkjum, þar sem þau áttu
góss.99 Orri Vésteinsson telur að sóknin hafi verið „gríðarlega
mikilvæg félagsleg eining“ á Islandi, en þó virðist sóknakerfið
hafa verið lengur að festast í sessi á íslandi en á öðrum Norður-
löndum.100 Kemur það eflaust til af því að hér mynduðust ekki
sveitaþorp eins og í Danmörku og Svíþjóð.
Tengsl ríkis og þjóðlegrar samkenndar hafa ekki verið ýkja
sterk á miðöldum. Margt annað réði samkennd manna, þá ekki
síst sambýli heima í héraði. Þorri fólks hefur ferðast lítið og ekki
95 Sturlunga saga, II, bls. 192-96.
96 Sturlunga saga, I, bls. 262-64, 311-14.
97 Gustafsson, Nordens historia, bls. 50.
98 Edvard Bull, Folk og kirke i middelalderen. Studier til Norges historie, Kristi-
ania og Kaupmannahöfn, 1912, bls. 37-40.
99 Lars Bisgaard, Tjenesteideal og fromhedsideal. Studier i adelens tœnkemáde i
dansk senmiddelalder (Arusia-Historiske skrifter VII), Árósum, 1988, bls. 52.
100 Orri Vésteinsson, „Islenska sóknaskipulagið og samband heimila á miðöld-
um“, Islenska söguþingið 28.-31. maí 1997. Ráðstefnurit I, ritstj. Guðmundur
J. Guðmundsson og Eiríkur K. Björnsson, Reykjavík, 1998, 147-66 (bls. 150-
62).