Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 127
SKÍRNIR HVERS KONAR ÞJÓÐ VORUISLENDINGAR?
121
í bótaþætti eldri Vestgautalaga eru ítarlegri ákvæði en í Grá-
gásarlögum. Svenskir menn og smálenskir teljast innan konungs-
ríkis menn, þótt þeir séu ekki vestgauskir. Sérákvæði eru um
danska menn og norræna, en aðrir teljast útlenskir. Eru þeirra á
meðal Suðurmenn og enskir.49 Þar kemur og fram að innan kon-
ungsríkis maður sé jafngildur að sárum „sem hérlenskur maður“
en danskir og norrænir eigi sömu bætur á sárum.50 I yngri Vest-
gautalögum eru „alzmenn og ymumenn" nefndir við hlið Suður-
manna og enskra.51 Er þar átt við Norðlendinga (sbr. Umeá) og
Eyjarskeggja á Eystrasalti (sbr. Aland).52
Enskir menn voru oft taldir með Norðurlandabúum þegar
komið var suður á bóginn, enda hafði fjöldi norrænna manna sest
að á Englandi á 9. öld, í Norðimbralandi og í Danalögum Austur-
Englands. Eftir 1066 reynast flestir norrænir væringjar í Mikla-
garði vera Engilsaxar.53 Um ástand mála fyrir 1066 segir Gunn-
laugs saga Ormstungu: „Ein var þá tunga á Englandi sem í
Noregi og í Danmörku. En þá skiptust tungur í Englandi er
Vilhjálmur bastarður vann England. Gekk þaðan af í Englandi
valska er hann var þaðan ættaður.“541 Knýtlinga sögu er England
sagt „auðgast að lausafé allra Norðurlanda".55
Þeir sem töluðu danska tungu eða norræna gerðu greinarmun
á sér og öðrum kristnum mönnum. Voru þeir einnig hluti af
stærri einingu innan kristni? Norrænir menn þekktu heimsálf-
urnar þrjár, en virðast ekki hafa talið sig Evrópumenn. Á þessu
méli var nafn álfunnar notað í heims- og landalýsingum en síður í
deiluritum um stjórnmál.56 Hugtakið Evrópa komst ekki á dag-
49 Codex iuris Vestrogotici. Westgöta-Lagen (Corpus iuris Sueo-Gotorum ant-
iqui. Samling af Sveriges Gamla Lagar, I), ritstj. H.S. Collin og Carl Johan
Schlyter, Stokkhólmi, 1827, bls. 13.
50 Codex iuris Vestrogotici. Westgöta-Lagen, bls. 17.
51 Codex iuris Vestrogotici. Westgöta-Lagen, bls. 126.
52 Carl Johan Schlyter, Glossarium ad Corpus iuris Sueo-Gotorum antiqui.
Ordbok till Samlingen af Sveriges Gamla Lagar, Lundi, 1877, bls. 24-25, 741.
53 Dimitri Obolensky, The Byzantine Commonwealth. Eastern Europe, 500-
1453, London, 1971, bls. 302-307.
54 Gunnlaugs saga Ormstungu, bls. 21.
55 Danakonunga sögur, bls. 124.
56 Denys Hay, Europe. The Emergence of an Idea (Edinburgh University Publi-