Skírnir - 01.04.1999, Page 216
210
ITAMAR EVEN-ZOHAR
SKÍRNIR
senn nær frumtextanum og ásættanlegar fyrir „hinn enskumælandi les-
anda“. Einnig hefur verið lögð nokkur vinna í að samræma enskar gerðir
orðaruna sem koma fyrir aftur og aftur, svo sem „X hét maður“ eða „Nú
er þar mál til að taka“. Þessar tilraunir hafa þó ekki heppnast nema að
hluta til (þótt ritstjórarnir séu annarrar skoðunar).
Við þýðingu bundins máls, þ.e. ýmissa tegunda vísna, hefur einnig
verið mörkuð djarfari stefna en fylgt hefur verið til þessa. Margar
vísnanna eru því ekki lengur einfaldaðar og „flatar“ líkt og í fyrri þýð-
ingum. Enskumælandi lesandi getur nú að einhverju leyti skynjað marg-
brotið eðli ljóðmálsins á svipaðan hátt og íslenskur lesandi. Skýringar
sem bætt er við vísurnar gera lestur þeirra einnig líkari því sem gerist í
nútímalegum íslenskum útgáfum.
Að lokum hafa ritstjórarnir bætt við gagnlegum inngangsköflum og
notadrjúgri atriðisorðaskrá, sem hefur auðveldað þýðendum að nota vel
skilgreind hugtök og komast hjá misræmi. Inngangskaflarnir og atriðis-
orðaskráin eru í flestum tilvikum nákvæm og gallalaus - sem kemur ekki
á óvart, þar sem á meðal ritstjóranna eru annálaðir smekkmenn á íslensk-
ar bókmenntir.
Líkt og algengt er með svo viðamikið verk má vera ritstjórunum
ósammála um ýmsa hluti. Sumar aðfinnslur eru smávægilegar, aðrar
veigameiri. Meðal þeirra minniháttar er flokkun sagnanna í efnisflokka,
sem virðist algerlega tilgangslaus og jafnvel einfalda sögurnar um of.
Auðskiljanlegar ritstjórnarlegar ástæður eru fyrir því að skipta efninu
upp í nokkur bindi, en titlar sumra bindanna eru ansi fáránlegir í ljósi
hins ríkulega og fjölbreytta eðlis hvers texta fyrir sig sem útilokar alla
einhæfa flokkun. Það sama má segja um kortin fremst í hverju bindi og
nokkuð fjálglega formála eftir fyrirmenn ríkis og stofnana. íslendinga-
sögurnar þurfa síst á slíkri flokkun, kortum og yfirlýsingum um ríkiseign
að halda. Slíkt getur jafnvel fælt lesendur frá fremur en að laða þá að.
Mér skilst á hinn bóginn að Bókaútgáfa Leifs Eiríkssonar sé sem bet-
ur fer að undirbúa nýja útgáfu þar sem textunum er skipt upp í fleiri
bindi. Þar af leiðandi virðist tilgangslaust að eyða orku í að ræða þessi at-
riði frekar.
Annað umdeilanlegt smáatriði er sú, að því er virðist, djarfa ákvörð-
un að halda íslenskum nöfnum óbreyttum. Eg er hræddur um að þetta sé
ekki til þess fallið að auka skilning á frumtextanum. Vegna merkingar-
fræðilegra líkinda með íslensku og ensku þyrfti að fara mun djarfari leið
í endurbættri útgáfu, leið sem myndi útrýma í eitt skipti fyrir öll ríkjandi
misskilningi um íslensk nöfn. Þar sem íslensk nafnahefð byggist ekki á
ættarnöfnum ætti að vera búið að þýða Eiríksson sem Eric’s son (eða
Eirik’s son) fyrir löngu. Að öðrum kosti á maður á hættu að rekast aftur
og aftur á hvimleiða texta (líkt og þann sem Parks Canada hefur gefið út
á heimasíðu L’Anse aux Meadows eða á vefsíðu sem nefnist „Leif Eiriks-
son Home Page“) þar sem herramaður að nafni Eriksson (án skírnar-