Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 132
126
SVERRIR JAKOBSSON
SKÍRNIR
biskup yfir „Danmörk og Svíþjóð og yfir allt Gautland hvort-
tveggja“.83 Af því má ráða að Gautland hafi ekki fylgt Svíþjóð
sjálfkrafa. Þegar Nicholas Breakspear kom til Noregs árið 1152
var ekki hægt að stofna erkistól í Svíaríki, þar sem Svíar og Gaut-
ar hafi ekki getað komið sér saman um hver ætti að vera biskup
eða hvar hann ætti að sitja.84 Þjóðerniskennd Gauta varði lengi. I
upphafi 14. aldar semur Brynjólfur Algotsson Skarabiskup trúar-
kvæði í þjóðlegum anda. Föðurland hans er ekki Svíaríki heldur
Vestur-Gautland.85
Samstaða hefur ríkt milli þeirra sem áttu þing saman, eða
„þjóðarmál“ eins og stundum er sagt. Islendingar eru slíkur hóp-
ur og hafa því tiltölulega oft þurft að líta á sig sem þjóð. Á öðrum
Norðurlöndum koma þingin einkum fram sem heild gagnvart
konungum, en væntanlega hafa þau einnig verið vettvangur fyrir
deilur, eins og þekkist á Islandi. Alþingi Islendinga var ekki ein-
stakt, slík lögþing voru til á öllum Norðurlöndum. Hins vegar
var konungsleysi íslendinga sérstakt og hefur það gefið alþingi
annan blæ en öðrum landsþingum.
6. Þjóð eru 30
Orð Snorra um að þrír tugir myndi þjóð eiga sér hliðstæðu í því
hvernig Rómverja saga lýsir viðbúnaði Jugurtha Numidíukóngs.
Þar eru nefndar „þær þjóðir er turme heita og þrír tigir manna
eru í hverri turma“.86 Hér virðast orðinþjóð og hersveit vera nán-
ast samheiti. Þjóð gat því verið ansi fámennur hópur, mun minni
en t.d. fylki eða hérað.
Oft er gerður greinarmunur á héruðum og löndum í textum. I
Mattheus sögu postula, einu elsta riti á íslensku, er orðið hérað
notað til að þýða latnesku orðin regio og prouincia.87 I Snorra-
Eddu segir að í hverju landi séu mörg héruð sem konungur setji
83 Danakonunga sögur, bls. 313.
84 Saxonis Gesta Danorum, bls. 389.
85 Lehmann, Skandinaviens Anteil, I, bls. 35.
86 Rómveriasaga, bls. 19-20.
87 Mattheus saga postula (Stofnun Árna Magnússonar á Islandi, 41), útg. Ólafur
Halldórsson, Reykjavík, 1994, bls. 4-5, 68-69.